Þú þarft N1 appið
Þú ert á réttum stað. Hér sækirðu N1 appið fyrir allar gerðir snjallsíma til að nýta þér þjónustuna okkar alla leið hvar á landinu sem er.
App StoreGoogle Play
N1 appið gerir allt einfaldara
N1 appið einfaldar lífið fyrir rafbílaeigendur. Nú er ekkert mál að finna næstu lausu hleðslustöð. Fylgstu með, stýrðu hleðslunni og borgaðu, allt beint úr símanum.

Ef þú leyfir appinu að staðsetja þig getur þú fundið nálægar hleðslustöðvar

Á kortinu sérðu hvar næstu stöðvar eru staðsettar og hversu langt í burtu þær eru.

Smelltu á hleðslustöðina sem þú vilt nota til að sjá stöðuna á tengjunum.

Ef hún er upptekin, kannaðu þá næstu hleðslustöð.

Stingdu bílnum í samband, settu hleðsluna af stað og borgaðu með símanum.
Bókaðu tíma fyrir bílinn þinn
Það er sameiginlegt markmið okkar að bíllinn þinn sé alltaf í toppstandi. Í appinu getur þú bókað/afbókað eða breytt tíma í dekkja- og smurþjónustu á Michelin vottuðu verkstæði þegar þér hentar.

Mitt N1 – Þinn ávinningur
N1 appið auðveldar þér að fylgjast með útgjöldum og N1 punktasöfnun þinni. Svo detta líka inn ýmis konar áhugaverð tilboð í hverjum mánuði!
Skilmálar appsins