Sjálfbærniskýrsla 2023

Skoða skýrslu

N1 er til staðar fyrir rafbílaeigendur

Hraðhleðslustöðvar N1 eru staðsettar við Ártúnshöfða, Skógarlind, Háholt, Hvolsvelli, Borgarnesi, Blönduós, Staðarskála, Vík, Egilsstöðum, Sauðárkrók, Ísafirði og Kirkjubæjarklaustri. Við verslun N1 á Glerárgötu 36 Akureyri erum við einnig með hleðslustöð. Tesla hraðhleðslustöðvarnar sem hafa verið settar upp eru staðsettar í N1 Fossvogi og Staðarskála.

Framsýni, þolinmæði og hugmyndaauðgi hafa leitt til fjölmargra athyglisverðra verkefna á sviði samfélagsábyrgðar. Að sinna grasrótinni í íþróttastarfinu, rækta tengslin í bæjarfélögum um allt land, huga að umhverfinu með fjölbreyttum hætti - vera í raun alltaf til staðar - eru verðlaun í sjálfu sér.

Stuðningur við íþróttafélög

Við höfum stutt íþróttafélög um allt land í yfir 30 ár með það að markmiði að gefa ungum iðkendum jöfn tækifæri til árangurs.

Loftslagsmarkmið

N1 kolefnisjafnar alla losun sem fellur til vegna eigin starfsemi félagsins Undanfarin ár hefur verið unnið markvisst í að draga úr notkun pappírs og einnota umbúða.

Gefandi samstarf við KSÍ

N1 er einn aðal styrktaraðili íslenska landsliðsins í knattspyrnu, bæði karla og kvenna. Hæfileikamótun er samstarfsverkefni N1 og KSÍ sem er ætlað yngri iðkendum knattspyrnu af báðum kynjum til að auka áhuga á íþróttinni og einnig til að efla grasrótarstarf í knattspyrnu um land allt.

Við vinnum samkvæmt vottuðum stöðlum

Umhverfismál, öryggismál og jafnrétti kynjanna eru okkur ofarlega í huga. Hjólbarðaverkstæðin uppfylla staðla Michelin og vöruhúsið vottað í samræmi við staðla Exxon Mobil. N1 er með jafnlaunavottun í samræmi við IST 85:2012.

Viðgerðaraðstaða fyrir hjólreiðafólk

Við erum til staðar fyrir hjólreiðafólk víðsvegar um landið. Til að þjónusta þann ört vaxandi hóp sem kýs hjólreiðar sem samgöngumáta eða íþrótt þá höfum við sett upp hjólaveggi á sjö staðsetningum bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Viðgerðaraðstaða er á þjónustustöðvum okkar við Fossvog, Skógarsel, Borgartún, í Mosfellsbæ, Leirunni Akureyri, Egilsstöðum og Borgarnesi.

Við flokkum sorpið

Á árinu 2023 var 76% af sorpi frá N1 flokkað. Markmiðið er að 90% af sorpi sem til fellur hjá félaginu verði flokkað árið 2030.