Smábáta- og skipaþjónusta
Eftirlit með gæðum
Þær eldsneytistegundir sem N1 selur til skipa og báta, eru framleiddar eftir ströngustu kröfum sem gerðar eru til slíks eldsneytis. Eftirlit með gæðum nær alla leið til viðskiptavinanna.
Auk þess eru allir eldsneytisfarmar rannsakaðir sérstaklega af flokkunarfélagi sem gætir hagsmuna skipaeigenda.
Verslanir N1
N1 rekur fimm verslanir um land allt þar sem fagfólk á ýmsum sviðum veitir aðstoð og ráðgjöf til fyrirtækja og einstaklinga.
Allt fyrir bátinn
Smurefni sem N1 selur til skipa og báta eru þekkt fyrir gæði. Þau eru sérsniðin að kröfum hvers og eins vélar- og tækisframleiðanda og þrautreynd áður en þau koma á markað. Með þeim fá viðskiptavinir aðgang að fullkomnum olíurannsóknarkerfum, sem fylgjast með smurefnunum í notkun. Rannsóknarniðurstöður veita notendum upplýsingar um ástand smurefnanna, vélbúnaðarins og hvort sérstakra úrbóta sé þörf. Þær nýtast því vel til fyrirbyggjandi viðhalds.
Dæling úr tunnum um borð í skip
Smurolíudæling með dælubíl. Dælingargjald er kr. 24.700
Allir viðskiptavinir skipaþjónustu N1, hafa aðgang að ráðleggingum um val smurefna og eldsneytis. Gerð eru smurkort fyrir öll skip og báta í samráði við framleiðendur vélbúnaðarins. Einnig fá þeir tæknilegar upplýsingar og aðstoð við lausn véltæknimála.
- N1 hefur þéttriðið net afgreiðslustaða um allt land.
- N1 annast þjónustu við skip um allan heim gegnum alþjóða skipaþjónustu.
- Lögð er áhersla á gæðaeldsneyti og -smurefni í samvinnu við Exxon Mobil.
Fáðu tilboð í þín viðskipti
Vinsamlegast fylltu út formið og hann Jóhann hefur samband við þig við fyrsta tækifæri.