Reynslumikið starfsfólk N1 Vegaaðstoðar aðstoðar þig fljótt og örugglega.

Vegaaðstoð N1 aðstoðar viðskiptavini í neyð frá kl 8:00 – 24:00 alla daga ársins og þjónustar allar gerðir og stærðir bifreiða.

Þjónustubifreiðin hefur hlotið vottun samkvæmt gæðakerfi Michelin sem aðeins þeir aðilar fá sem uppfylla ströngustu gæðakröfur Michelin.

Höfuðborgarsvæðið 660-3350

Vegaaðstoðin á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar þig með: hjólbarðaþjónustu, afdælingar og önnur minniháttar verkefni

Akureyri og nágrenni 660-3494

Vegaaðstoðin á Akureyri og nágrenni aðstoðar þig með hjólbarðaþjónustu.

Þjónustubíll

Innheimt er tímagjald fyrir útkall þjónustubíls. Greitt er síðan skv. verðskrá N1 fyrir þá aðstoð sem þjónustubíll veitir.

Verð frá 18.100kr á klst

Afdæling

Innifalið í verði er afdæling af bíl í eina klukkustund. Taki verkið lengri tíma bætist við tímagjald í samræmi við viðbótar tíma verksins. Sé þörf á frekari þjónustu en eingöngu afdælingu þ.e. áfyllingu eldsneytis, olíu- og síuskipti er innheimt fyrir það skv. verðskrá N1.

Verð frá 19.900 kr á klst.

Neyðarþjónusta

Fyrir þjónustu utan hefðbundins opnunartíma bætist álag ofan á hefðbundið tímagjald.

Um helgar 17:00 - 24:00 bætist við 9.300kr á klst og á stórhátíðardögum milli 08:00 - 24:00 bætist við 13.700kr á klst.