Vegaaðstoð N1
Reynslumikið starfsfólk N1 Vegaaðstoðar aðstoðar þig fljótt og örugglega.
Vegaaðstoð N1 aðstoðar viðskiptavini í neyð frá kl 8:00 – 24:00 alla daga ársins og þjónustar allar gerðir og stærðir bifreiða.
Þjónustubifreiðin hefur hlotið vottun samkvæmt gæðakerfi Michelin sem aðeins þeir aðilar fá sem uppfylla ströngustu gæðakröfur Michelin.
Höfuðborgarsvæðið 660-3350
Vegaaðstoðin á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar þig með: Sprungið dekk, almenna hjólbarðaþjónustu, afdælingar á eldsneyti og önnur verkefni sem snúa að farartækjum.
Akureyri og nágrenni 660-3494
Vegaaðstoðin á Akureyri og nágrenni aðstoðar þig með sprungið dekk, hjólbarðaþjónustu og önnur verkefni fyrir tengd farartækjum.
Þjónustubíll
Innheimt er tímagjald fyrir útkall þjónustubíls. Greitt er síðan samkvæmt verðskrá N1 fyrir þá aðstoð sem þjónustubíll veitir.
Verð frá 24.290 kr. á klst.
Afdæling
Innifalið í verði er afdæling af bíl í eina klukkustund. Taki verkið lengri tíma bætist við tímagjald í samræmi við viðbótar tíma verksins. Sé þörf á frekari þjónustu en eingöngu afdælingu þ.e. áfyllingu eldsneytis, olíu- og síuskipti er innheimt fyrir það samkvæmt verðskrá N1.
Verð frá 28.990 kr. á klst.
Neyðarþjónusta
Fyrir þjónustu utan hefðbundins opnunartíma bætist við álag ofan á verðskrá N1
Utan hefðbundins opnunartíma virka daga og um helgar frá kl: 8:00-24:00 bætast við 12.590 kr. Á hátíðardögum bætast við 20.490 kr.