Bílaþjónusta
Hjólbarðaþjónusta
N1 veitir einstaklingum og fyrirtækjum fjölbreytta og öfluga hjólbarða- og smurþjónustu víðsvegar um landið. Einnig býðst viðskiptavinum að bóka dekkjaskipti á netinu þegar þeim hentar. Á hnappnum hér fyrir neðan má bæði bóka og finna nánari upplýsingar um þjónustuna.
Bókaðu tíma í dekkjaskipti hér
Smurþjónusta
Smurþjónusta N1 þjónar öllum gerðum ökutækja, stórum og smáum. Við bjóðum upp á gæðaolíur líkt og olíurnar frá ExxonMobil en N1 er umboðsaðili fyrir þær. Einnig býðst viðskiptavinum að bóka olíuskipti á netinu þegar þeim hentar. Á hnappnum hér fyrir neðan má bæði bóka og finna nánari upplýsingar um þjónustuna.
Bókaðu tíma í olíuskipti hér
Bílaviðgerðir
Bílaþjónustan sinnir ýmsum viðgerðum:
Peruskiptum, rafgeymaþjónustu, bremsuviðgerðum, stýrisenda, spindilkúlu, kertum, hjólalegum og ýmsu öðru.
Dekkjahótel
Dekkjahótel er á öllum hjólbarðaverkstæðum N1. Þar er hægt að fá geymd dekk gegn vægu gjaldi og nýta þannig eigið geymslupláss í annað.
Vegaaðstoð N1
Vegaaðstoð N1 aðstoðar viðskiptavini í neyð á höfuðborgarsvæðinu frá kl 8:00 – 24:00 alla daga ársins og þjónustar allar gerðir og stærðir bifreiða.
Nánar um vegaaðstöð N1
Við erum um allt land

Á þjónustukorti N1 getur þú fundið allar dælustöðvar sem við bjóðum upp á.
Finndu stöð næst þér