Fara yfir á efnissvæði

Skilmálar vefverslunar N1

Í skilmálum okkar svörum við eftirfarandi spurningum:

17
Gildistími
16
Úrlausn ágreiningsmála
15
Breytingar á skilmálum
14
Ófyrirséðar orsakir (force majeure)
13
Þjónusta og upplýsingar
12
Persónuvernd
11
Aðgangur notanda að vefverslun
10
Um heimila notkun gagna og upplýsinga í vefverslun
9
Ábyrgð
8
Réttur kaupanda vegna galla eða við galla eða vöntun
7
Yfirferð á vörum
6
Móttaka pöntunar eða afhending
5
Um reikningagerð og greiðslur
4
Upplýsingar um verð, vörur og birgðastöðu
3
Pöntun og samningsgerð
2
Um seljanda og kaupanda
1
Almenn ákvæði
17
Gildistími
Ör sem bendir niður.

Skilmálar þessir gilda frá september 2020.

16
Úrlausn ágreiningsmála
Ör sem bendir niður.
Seljandi leggur áherslu á að leyst sé úr hvers kyns umkvörtunum kaupanda og
hugsanlegum ágreiningsmálum aðila með samkomulagi og á sem einfaldastan og
hagkvæmastan hátt fyrir báða aðila.

Takist ekki að ljúka ágreiningi með samkomulagi geta neytendur óskað eftir áliti
kærunefndar vöru- og þjónustukaupa um réttindi sín og skyldur sbr. ákvæði laga
nr. 81/2019.

Sem síðasta úrræði skal ágreiningur borinn undir Héraðsdóm Reykjaness.
15
Breytingar á skilmálum
Ör sem bendir niður.
Seljandi áskilur sér rétt til þess að breyta skilmálum þessum án fyrirvara. Við
breytingar á skilmálunum verður uppfærð útgáfa þeirra birt á síðu vefverslunar
og/eða með tilkynningu til notenda eða vef n1.is. Gildir hún þá um öll viðskipti
sem stofnað er til eftir birtingu þeirra.
14
Ófyrirséðar orsakir (force majeure)
Ör sem bendir niður.
Seljandi getur ekki tryggt að hann geti uppfyllt öll ákvæði þessa skilmála og
haldið uppi sömu þjónustu komi upp óviðráðanleg staða vegna ófyrirséðra orsaka
(force majeure), t.d. viðskiptahamla, flutningsskaða, eldsvoða, óveðurs, farsóttar,
verkfalla, náttúruhamfara, stríðsástands, hryðjuverka, hópslysa eða truflunar á
fjarskiptum eða orkuveitum.
13
Þjónusta og upplýsingar
Ör sem bendir niður.
Upplýsingum og athugasemdum í tengslum við vefverslun og pantanir má koma
á framfæri með tölvupósti á vefverslun@n1.is. Notandi getur einnig hringt í síma
440 1000.
12
Persónuvernd
Ör sem bendir niður.
Seljanda er annt um öryggi persónuupplýsinga notanda og fer öll vinnsla
persónuupplýsinga fram í samræmi við lög nr. 90/2018 og persónuverndarstefnu
vefverslunar sem er aðgengileg á vef N1 og í vefverslun.
11
Aðgangur notanda að vefverslun
Ör sem bendir niður.
Notandi hefur heimild til að nota þjónustu vefverslunar í samræmi við þessa
skilmála og aðrar aðgangstakmarkanir seljanda.

Óheimilt er að falsa nafn, kennitölu, heimilisfang eða greiðsluupplýsingar í
vefverslun eða nota vefverslun með öðrum sviksamlegum hætti. Seljandi mun
tilkynna öll slík tilfelli til lögreglu og afhenda þær upplýsingar sem nauðsynlegar
eru vegna slíks máls og sem lögregla kann að krefjast.

Seljandi áskilur sér rétt til að til að takmarka eða loka aðgangi notanda ef grunur
er uppi um brot á skilmálum þessum eða annars konar sviksamlega notkun á
vefverslun sem framkvæmd er í gegnum aðgang notanda.
10
Um heimila notkun gagna og upplýsinga í vefverslun
Ör sem bendir niður.
Upplýsingar og gögn í vefverslun eru eign N1 nema annað sé tekið fram.

Einungis er heimilt að nota upplýsingar af vefsíðunni til persónulegra nota en ekki
í viðskiptalegum tilgangi.

Óheimilt er, án skriflegs leyfis seljanda að afrita eða endurbirta þær upplýsingar
og gögn sem finna má í vefverslun ef slíkt er gert í viðskiptalegum tilgangi.
9
Ábyrgð
Ör sem bendir niður.
Seljandi tekur ekki sérstaka ábyrgð á vörum í vefverslun nema slíkt sér
sérstaklega tekið fram í upplýsingum um vörur. Ef ábyrgðaryfirlýsingar eru gefnar
er þeim ætlað að veita kaupanda betri rétt en hann kann að eiga samkvæmt
lögum um neytendakaup eða lausafjárkaup eftir atvikum.
8
Réttur kaupanda vegna galla eða við galla eða vöntun
Ör sem bendir niður.
Ef notandi telur að vara sé gölluð ber honum að tilkynna seljanda um það án
ástæðulauss dráttar og með sannanlegum hætti. Sama gildir ef það skortir á að
allar pantaðar og greiddar vörur hafi verið afhentar. Tilkynning sem send er með
tölvupósti telst hafa borist seljanda ef hann staðfestir móttöku hans.

Um frest notanda til að tilkynna um galla og úrræði hans fer eftir ákvæðum laga
um neytendakaup og eðli máls ef notandi er neytandi en að öðrum kosti
samkvæmt lögum um lausafjárkaup.

Seljandi áskilur sér rétt til að sannreyna innan eðlilegra tímamarka hvort að varan
sé gölluð.
7
Yfirferð á vörum
Ör sem bendir niður.
Eftir að notandi hefur móttekið vörurnar skal hann, án ótilhlýðilegrar tafar, kanna
hvort allar pantaðar vörur hafi verið afhentar og hvort þær séu ógallaðar og að
ástand þeirra og eiginleikar sé í samræmi við upplýsingar seljanda. Þá skal
notandi, án ótilhlýðilegrar tafar, lesa og kynna sér leiðbeiningar og/eða handbók
sem fylgir vörum við afhendingu.

Ef notandi telur að vara sé gölluð skal hann tilkynna það til seljanda án
ótilhlýðilegrar tafar.
6
Móttaka pöntunar eða afhending
Ör sem bendir niður.
Kaupendur geta valið um að sækja pöntun eða fá hana afhenta innan
höfuðborgarsvæðisins, þ.e. innan sveitarfélaganna Reykjavíkur, Mosfellsbæjar,
Seltjarnarness, Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Að lokinni endanlegri
staðfestingu kaupanda/notanda á pöntun eða greiðslu, ef við á, getur notandi
valið um að sækja vörurnar eða fá þær sendar innan tiltekins tíma.

Ef kaupandi er staðsettur utan höfuðborgarsvæðisins upplýsir kaupandi í
pöntunarferlinu hvaða flutningsaðila hann á viðskipti við. Viðskipti kaupanda og
flutningsaðila eru seljanda óviðkomandi. Pantaðar vörur teljast afhentar
kaupanda þegar þær hafa verið afhentar flutningsaðila sem sækir vörurnar til
seljanda.
5
Um reikningagerð og greiðslur
Ör sem bendir niður.
Þegar pöntun hefur verið staðfest er kostnaður reikningsfærður hjá kaupanda og
eftir atvikum innheimtur ef um staðgreiðsluviðskipti er að ræða. Ef síðar kemur í
ljós að ekki er unnt að afhenda pöntun í heild eða að hluta leiðréttir seljandi
reikningsfærslur og eftir atvikum endurgreiðir kaupanda ef um
staðgreiðsluviðskipti er að ræða.

Allar greiðslur með greiðslukortum eru framkvæmdar með öruggri greiðslugátt
Borgunar. Seljandi ber ekki ábyrgð á töfum eða synjun á afhendingu neiti
útgefandi greiðslukorts að heimila skuldfærslu og greiðslu til seljanda.
4
Upplýsingar um verð, vörur og birgðastöðu
Ör sem bendir niður.
Verð á vörum eru gefin upp í íslenskum krónum og með virðisaukaskatti. Verð
geta breyst án fyrirvara. Í þeim viðskiptum sem stofnað er til í vefverslun gildir
það verð sem var í gildi þegar pöntun var gerð og kemur fram á
pöntunarstaðfestingu.

Heildarkostnaður notanda er tekinn fram áður en notandi staðfestir pöntun, þ.e.
fjárhæð vörukaupa, þjónustugjald, kostnaður vegna sendingar, og
virðisaukaskattur. Upplýsingar um heildarkostnað eru birtar með fyrirvara um
breytingar sem kunna að vera gerðar á pöntun og fjallað er um í 3. gr. um pöntun
og samningsgerð.

Upplýsingar um eiginleika, útlit og birgðastöðu vöru í vefverslun og útsendum
póstum og auglýsingum eru veittar samkvæmt bestu vitund seljanda.
Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um birgðastöðu, bilanir, vírusa, prent-,
birtingar- og innsláttarvillur í texta, verðum og myndum.
3
Pöntun og samningsgerð
Ör sem bendir niður.
Þegar notandi hefur staðfest pöntun sína í kaupferlinu er hún skuldbindandi fyrir
notanda og seljanda með þeim frávikum sem í skilmálum þessum greinir.

Í vefverslun er notanda boðið að velja afhendingarmáta vöru annað hvort með því
að sækja vörurnar í tiltekna verslun N1 eða fá vörurnar sendar á afhendingarstað
sbr. 6. gr.

Þá skal notandi velja fyrirkomulag greiðslu í vefverslun við pöntun, sjá
upplýsingar um greiðslu í 5. gr.

Þegar notandi hefur staðfest pöntun sendir seljandi honum skilaboð um að
pöntun hafi verið staðfest. Einnig er staðfesting á pöntun afhent með rafrænum
hætti og telst móttekin þegar notandi hefur aðgang að henni. Þegar staðfesting
pöntunar er birt notanda er kominn á rafrænn samningur með aðilum um
viðskiptin.

Seljandi áskilur sér rétt til þess að afgreiða ekki pöntun í heild eða að hluta í
eftirfarandi tilvikum:

(1) ef pöntuð vara reynist uppseld; (2) ef talið er að villa sé í pöntun eða
vefverslun, s.s. vegna misritunar eða hugbúnaðarvillu; (3) ef grunur leikur á að
aðgangur notanda sé misnotaður eða hugbúnaður vefverslunar; (4) ef vörur eru
innkallaðar af heildverslun, framleiðanda eða heilbrigðiseftirliti eða talið er að
vörur kunni að ógna öryggi neytenda af öðrum ástæðum.

Ef seljandi afgreiðir pöntun ekki í heild eða hluta samkvæmt framansögðu mun
seljandi senda notanda tilkynningu um það og upplýsa að hvaða leyti pöntun er
ekki afgreidd.

Notandi skal kynna sér gaumgæfilega lokauppgjör þegar það berst og ganga úr
skugga um að það sé í samræmi við pöntun.
2
Um seljanda og kaupanda
Ör sem bendir niður.
Seljandi í Vefverslun er N1 ehf., kt. 411003-3370 með skrifstofu að Dalvegi 10-14,
201 Kópavogi (hér eftir „N1“).

Kaupandi er sá aðili sem á viðskipti við N1 í gegnum vefverslun og er skráður
kaupandi á reikningi. Kaupandi er annað hvort neytandi eða fyrirtæki, stofnun
eða annar lögaðili. Ef kaupandi er fyrirtæki, stofnun eða annar lögaðili veitir
prókúruhafi kaupanda tilteknum starfsmönnum heimild til að eiga viðskipti í
vefverslun fyrir kaupanda hönd. Til einföldunar verður þar sem við á vísað til
kaupanda í skilmálum hér á eftir sem „notanda“ vefverslunar.
1
Almenn ákvæði
Ör sem bendir niður.

Skilmálar þessir gilda um viðskipti með vöru og þjónustu í vefverslun N1 (hér eftirnefnd „vefverslun“).

Við upphaflegt innskráningarferli í vefverslunina samþykkja kaupendur skilmála þessa, jafnt neytendur sem fulltrúar fyrirtækja. Skilmálarnir eru við upphaflegt innskráningarferli samþykktir af prókúruhafa fyrirtækja og kynntir þeim starfsmönnum sem heimild hafa til að eiga viðskipti fyrir hönd viðkomandi fyrirtækis.
Skilmálar þessir og aðrar upplýsingar í vefverslun eru einungis veittar á íslensku.

Skilmálar þessir gilda um viðskipta kaupanda og seljanda á vörum og þjónustu í gegnum vefverslunina. Ef ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003 eru kaupanda sem neytanda, sbr. 3. mgr. 1. gr. laga nr. 48/2003, hagstæðari en ákvæði þessara skilmála skulu þau gilda framar ósamrýmanlegum ákvæðum skilmálanna. Ef kaupandi er ekki neytandi gilda skilmálar þessir framar lögum umlausafjárkaup nr. 50/2000 sem að öðru leyti gilda á um viðskipti í vefverslun.

Til viðbótar þessum skilmálum gilda almennir viðskiptaskilmálar N1 um viðskipti fyrirtækja, stofnana og annarra lögaðila við N1 í gegnum vefverslunina. Almennir viðskiptaskilmálar gilda ekki um viðskipti neytenda við N1.

Kaupendur eru beðnir um að lesa skilmála þessa vandlega áður en gengið er frá pöntun í vefverslun. Hér eru gefnar upplýsingar um seljanda, hvernig hafa má samband almennt og vegna kvartana, hvernig viðskiptin ganga fyrir sig, um afhendingu vara og breytingu, breytingu á pöntunum og önnur mikilvæg atriði.