Skilmálar vefverslunar N1
Í skilmálum okkar svörum við eftirfarandi spurningum:
Skilmálar þessir gilda frá september 2020.
Skilmálar þessir gilda um viðskipti með vöru og þjónustu í vefverslun N1 (hér eftirnefnd „vefverslun“).
Við upphaflegt innskráningarferli í vefverslunina samþykkja kaupendur skilmála þessa, jafnt neytendur sem fulltrúar fyrirtækja. Skilmálarnir eru við upphaflegt innskráningarferli samþykktir af prókúruhafa fyrirtækja og kynntir þeim starfsmönnum sem heimild hafa til að eiga viðskipti fyrir hönd viðkomandi fyrirtækis.
Skilmálar þessir og aðrar upplýsingar í vefverslun eru einungis veittar á íslensku.
Skilmálar þessir gilda um viðskipta kaupanda og seljanda á vörum og þjónustu í gegnum vefverslunina. Ef ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003 eru kaupanda sem neytanda, sbr. 3. mgr. 1. gr. laga nr. 48/2003, hagstæðari en ákvæði þessara skilmála skulu þau gilda framar ósamrýmanlegum ákvæðum skilmálanna. Ef kaupandi er ekki neytandi gilda skilmálar þessir framar lögum umlausafjárkaup nr. 50/2000 sem að öðru leyti gilda á um viðskipti í vefverslun.
Til viðbótar þessum skilmálum gilda almennir viðskiptaskilmálar N1 um viðskipti fyrirtækja, stofnana og annarra lögaðila við N1 í gegnum vefverslunina. Almennir viðskiptaskilmálar gilda ekki um viðskipti neytenda við N1.
Kaupendur eru beðnir um að lesa skilmála þessa vandlega áður en gengið er frá pöntun í vefverslun. Hér eru gefnar upplýsingar um seljanda, hvernig hafa má samband almennt og vegna kvartana, hvernig viðskiptin ganga fyrir sig, um afhendingu vara og breytingu, breytingu á pöntunum og önnur mikilvæg atriði.