Vöruskil og skipti

Við erum meðvituð um mikilvægi þjónustulundar og leysum viðfangsverkefni okkar af krafti og metnaði.
Með þarfir og væntingar viðskiptavinar að leiðarljósi þjónum við viðskiptavinum sem best á starfstöðvum N1 um land allt.
Eftirfarandi upplýsingar eiga við um allar verslanir N1 ásamt vefverslun.
Skilyrði fyrir vöruskilum
- Framvísa þarf kassakvittun/reikningi.
- Vara er í upprunalegu ástandi, enn í umbúðum og innsigli órofið.
- Allir aukahlutir eru með vörunni.
Ekki er hægt að skila
- Tilboðs- eða útsöluvörum
- Rafmagnsvörum
- Notuðum vörum
- Tóbaki
Skilafrestur
Skilafrestur er 30 dagar frá kaupdagsetningu og er kassakvittun/reikningur skilyrði fyrir vöruskilum. Við vöruskil er vara bakfærð á viðskiptamannareikning, endurgreidd inn á kreditkort eða gefin út inneignarnóta sé inneign hærri en 1.000 kr.
Endurgreiðsla inn á viðskiptareikning eða kreditkort á eingöngu við ef vara hefur verið greidd með þessum greiðslumátum.
Bakfærsla og inneignarnóta vegna vöruskila nær aðeins til sjálfs vöruverðsins á kassakvittun/reikning. Annar kostnaður svo sem flutningur til eða frá kaupanda er á ábyrgð og kostnað kaupanda.
N1 hf undanskilur sig bótaábyrgð vegna ranglega pantaðra eða afgreidda vöru.
Inneignarnótur
Inneignarnóta gildir í 1 ár frá útgáfudegi og er gild við öll vöru- og þjónustukaup á öllum starfsstöðvum N1.
N1 undanskilur sig bótaábyrgð ef inneignarnóta glatast.
Skil á gaskútum
Gaskútar eru eingöngu endurgreiddir inn á viðskiptamannareikning eða í formi inneignanótna.
Gallaðar vörur
Reynist vara gölluð skal kaupandi tilkynna N1 það innan 2 ára frá kaupum í samræmi við Lög nr. 48/2003 um neytendakaup.
- Ávallt er boðin viðgerð á gallaðri vöru ef því verður komið við.
- N1 áskilur sér rétt til að prófa vöruna ef þörf krefur, t.d ef grunur er um ranga notkun eða meðhöndlun.
- Ef ekki fæst eins vara eða ekki hægt að gera við vöruna fær viðskiptavinur vöruna endurgreidda.
Skila pöntun úr vefverslun
Ef þú vilt skila vöru sem keypt var í vefverslun getur þú gert eftirfarandi:
1. Skila frítt í vöruhús okkar:
- Þú getur skilað vörunni í vöruhús okkar að Klettagörðum 13, 104 Reykjavík, án endurgjalds.
- Hafðu kvittun/reikning meðferðis og gefðu upplýsingar um endurgreiðslu á staðnum.
2. Senda vöruna til baka:
- Merktu pakkann með eftirfarandi upplýsingum:
Vöruhús N1
b/t Vefverslun N1
Klettagarðar 13, 104 Reykjavík
- Sendu kvittun/reikning ásamt upplýsingum um endurgreiðslu á vefverslun@n1.is
Athugið:
- Endurgreiðsla fer fram þegar varan hefur borist í vöruhús okkar og staðfest að hún sé í upprunalegu ástandi.
- Kostnaður fyrir flutning frá kaupanda er á ábyrgð og kostnað kaupanda.