Starfsfólk

Nafn Deild Titill Símanúmer Netfang

Starfsfólkið okkar

Hjá N1 starfa rúmlega 600 manns á fjölmörgum afgreiðslustöðum okkar um land allt. Meginverkefni starfsmanna N1 er að halda samfélaginu á hreyfingu.

Starfsmannafélag N1 er mjög öflugt og stendur það fyrir ýmsum uppákomum allt árið um kring. Starfsmannafélagið á nokkra sumarbústaði við Laugarvatn og á Bifröst einnig íbúðir á Akureyri og í Kaupmannahöfn.

N1 byggir á öflugri liðsheild og stjórnendur og aðrir starfsmenn vita að allir liðsmenn skipta máli fyrir fyrirtækið.

Jafnlaunavottun VR & framúrskarandi fyrirtæki

N1 hlaut jafnlaunavottun VR þann 19. júní 2015 á sjálfan Kvennafrídaginn.

Staðfestir það að hjá okkur er starfsfólki, sem vinnur sömu eða jafnverðmæt störf, ekki mismunað í launum.

N1 var einnig valið eitt af 2% mest framúrskarandi fyrirtækjum á Íslandi árið 2015.

Störf í boði

 

  • Hjá N1 starfar úrræðagott starfsfólk með ríka þjónustulund og gott viðmót.
  • N1 starfrækir N1 skólann sem hefur það hlutverk að uppfylla fræðlsuþarfir starfsmanna.
  • N1 stuðlar að jafnrétti á vinnustað
Laus störf

Atvinnuviðtal

Gott að hafa í huga:

  • Mæta á réttum tíma í viðtalið
  • Verið vel til höfð og snyrtileg
  • Kynntu þér fyrirtækið eins og kostur er
  • Hafðu á hreinu hvað þú vilt koma á framfæri um þig
  • Hvað viltu spyrja að um starfið? Ekki er verra að vera með minnisblað með sér með spurningum.

 

Oftar en ekki sækja margir um hvert starf. Ekki líta á það sem höfnun að hljóta ekki starfið, líttu frekar á það sem hrós að hafa komist í viðtal.

 

 Gangi þér vel.