Lífrænn dísill - XTL
Algengar spurningar og svör
- Lífrænn dísill er unnin úr lífrænum úrgangsolíum sem meðhöndlaðar eru í sérútbúnum hreinsistöðvum. Þar er lífræna olían hreinsuð, unnin og vetnismeðhöndluð við háan hita. Úr verður dísilolia, af lífrænum uppruna, svo engin nettó kolefnislosun á sér stað við bruna hennar, kolefnið var upprunalega bundið úr andrúmsloftinu.
- Hefðbundin dísilolía, eða jarðefnadísill, er unnin úr hráolíu. Hráolían er unnin upp úr jörðinni, og við bruna hennar bætist koltvísýringur við andrúmsloftið.
- Í dag er lífrænum dísil blandað út í meirihluta dísiolíunnar sem seld er á Íslandi til að uppfylla reglugerðir um losun gróðurhúsalofttegunda og hlutfall sjálfbærs eldsneytis í samgöngum.
Allir díselbílar geta notað lífrænan dísel. Mikilvægt er þó að tryggja að framleiðandi bílvélarinnar hafi heimilað notkun þess, þar sem það getur haft áhrif á ábyrgð framleiðanda vélarinnar. Hér má finna lista yfir samþykki vélaframleiðanda.
- Lífrænn dísill hefur sambærilega efnafræðilega eiginleika og jarðefnadísill, en er léttari en hefðbundið eldsneyti. Allar díselvélar geta gengið á lífrænum dísel.
- Mikilvægt er þó að tryggja að framleiðandi bílvélarinnar hafi heimilað notkun þess, þar sem það getur haft áhrif á ábyrgð framleiðanda vélarinnar. Hér má finna lista yfir samþykki vélaframleiðanda.
- Nei. Lífrænn dísill er heiti yfir Vetnismeðhöndlaða lífræna olíu (e. Hydrotreaded Vegetable Oil). Bíódísill er svokallað FAME-eldsneyti, þ.e. eldsneyti sem inniheldur fitusýrumetýlestera. Bíódísill er táknað með Bx, þar sem x stendur fyrir hlutfall bíódísels í blöndunni.
- Búið er að kljúfa allar þessar sameindir í lífrænum dísel.
HVO100 þýðir einfaldlega 100% hreinn lífrænn dísill. Í sumum nágrannalöndum okkar má finna t.d. 50% blöndu af lífrænum dísil og hefðbundnum dísil á dælu, eða hreinan lífrænan dísil og er það þá merkt HVO50 eða HVO100 eftir því hvort um blöndu er að ræða. Sambærileg skammstöfun á íslensku væri VLO100 og VLO50.
Lífrænn dísill uppfyllir gæðastaðal EN15940.
Lífrænn dísill er valkostur fyrir þá sem vilja keyra á umhverfisvænu eldseyti. Nettó losun gróðurhúsalofttegunda er allt að 90% minni en hefðbundins jarðefnaeldsneytis.