Fara yfir á efnissvæði

Valmynd

N1 sýnir ábyrgð í verki

N1 er ábyrgt fyrirtæki. Við leggjum áherslu á að vinna samkvæmt alþjóðlega viðurkenndum stöðlum og vottuðum aðferðum alþjóðafyrirtækja. 

Samfélagsmál

N1 hefur verið virkur þátttakandi í FESTU, miðstöð um samfélagsábyrgð síðan í desember 2013. Í mars á þessu ári verður birt skýrsla um samfélagsábyrgð samkvæmt aðferðafræði GRI (Global Reporting Initiative). Sú aðferðafræði er notuð um allan heim af rúmlega 22.700 fyrirtækjum og stofnunum.

Á hátíðis- og baráttudegi íslenskra kvenna, þann 19. júní sl. tók N1 á móti Jafnlaunavottun VR, fyrst olíufélaga í landinu. Með því staðfestist að N1 mismunar ekki starfsfólki, hvorki vegna kynferðis né annars.

 

Í stuðningi sínum við samfélagið leggur N1 áherslu á forvarnar- og íþróttastarf.

Við styrkjum barna- og unglingastarf íþróttafélaga víða um land. N1 mótið á Akureyri er eitt stærsta árlega knattspyrnumót landsins með hátt á annað þúsund þátttakendum á aldrinum 10 til 12 ára auk þjálfara, liðsstjóra og foreldra. Mótið setur því mikinn svip á höfuðstað Norðurlands í fjóra daga í byrjun júlí ár hvert.

Við styrkjum einnig KSÍ að hæfileikamótun ungs knattspyrnufólks en það verkefni er ætlað yngri iðkendum knattspyrnu og eflir þannig grasrótarstarf í knattspyrnu um land allt. Auk þessa styrkjum við fjölmörg íþróttafélög og golfklúbba á landinu.

N1 hefur undanfarin ár verið aðalbakhjarl N1 Reykjavíkurskákmótsins þar sem íslensk börn og ungmenni fá tækifæri til að tefla á alþjóðlegu stórmóti með mörgum bestu skákmönnum heims.

N1 tekur einnig þátt í samstarfi við nemendafélög Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík og styður við bæjarhátíðir og aðra viðburði víðsvegar á landinu þar sem við erum með starfsemi. Við tökum einnig þátt í að reka tvo bíla fyrir barna- og unglingageðdeild Landspítala.

Við vinnum með markvissum aðgerðum að því að lágmarka umhverfisáhrif starfseminnar, m.a. með innleiðingu á formlegu umhverfisstjórnunarkerfi.

Í stuðningi sínum við samfélagið leggur N1 áherslu á forvarnar- og íþróttastarf.

Umhverfis- og gæðamál

Með skipulögðum og viðurkenndum aðgerðum kostar N1 kapps um að lágmarka umhverfisáhættu frá starfsemi.

N1 er í fararbroddi við innleiðingu á umhverfisvænum orkugjöfum. Við höfum undanfarin ár boðið upp á metangas á þjónustustöð okkar við Bíldshöfða og VLO eldsneyti er í boði á stórum hluta af N1 stöðvum. Í Borgarnesi er starfrækt ON rafstöð.

Við vinnum með markvissum aðgerðum að því að lágmarka umhverfisáhrif starfseminnar, m.a. með innleiðingu á formlegu umhverfisstjórnunarkerfi.

Nítján starfsstöðvar N1 hafa þegar hlotið vottun samkvæmt alþjóðlega umhverfisstjórnunarstaðlinum ISO 14001 frá Vottun hf. Stefna okkar er að allar þjónustustöðvar N1 fái ISO vottun á næstu misserum.

Hjólbarðaverkstæði N1 eru vottuð Michelin Quality Dealers og standast árlega strangar gæðakröfur þeirra sem ná til þjónustu, ferla, öryggis, starfsmanna og umhverfismála. Vöruhús og olíubíll N1 fylgja gæðakerfi Exxon Mobil og standast úttektir þeirra.

N1 leggur mikið upp úr því að flokka sorp sem hægt er að stýra, á árinu 2015 voru 69% sorps frá okkur flokkað. Það hefur tekist einstaklega vel í mörgum landshlutum. Við sjáum fyrir okkur enn frekara flokkunarsamstarf víðar á landinu á komandi misserum. 

19 starfsstöðvar N1 eru ISO 14001. Fjórar til viðbótar eru í innleiðingarferli og stefna á vottun á haust 2016

 

Í starfsemi N1 er eingöngu notuð 100% endurnýtanleg orka. N1 hefur gripið til aðgerða til að draga úr notkun á vatni og rafmagni. Meðal annars með reglubundinni orkuvöktun, tímastillingum og sólbirtuskynjara. Einnig eru flestir kælar á þjónustustöðvum okkar með rúllugardínum, sem eru dregnar niður á nóttunni, til að sóa ekki óþarfa orku á lokunartímum.

Það er til mikils að vinna þar sem rafmagnsnotkun N1 er á við 2090 íslensk heimili og kaldavatnsnotkun á við að fylla Sundhöll Reykjavíkur 2018 sinnum.

Í nokkur ár hefur N1 staðið fyrir öryggismánuði í febrúar til að auka umhverfisvitund, öryggis- og heilsutengdmál allra starfsmanna með stýrðum aðgerðum.