Fara yfir á efnissvæði

Valmynd

Ársskýrsla

2016

Ný sjálfsafgreiðslustöð í Norðlingaholti

Opnuð var nýj sjálfsafgreiðslustöð við Elliðabraut í Norðlingaholti með mjög góðri aðkomu fyrir bíla af öllum stærðum. Með þessari nýju stöð erum við að þétta enn frekar net bensínstöðva okkar um land allt en engin bensínstöð þjónustaði þetta ört vaxandi íbúasvæði. Staðsetning stöðvarinnar liggur vel við umferð sem er á leið austur fyrir fjall auk þess sem stöðin þjónar íbúum hverfisins allt frá Árbæ og Norðlingaholti til Breiðholts. Góð aðkoma er fyrir stóra sem minni bíla inn á stöðina og verður auk eldsneytis hægt að dæla rúðuvökva á rúðupissið og ,,Ad Blue

Gúmmívinnslan verður hluti af N1

Á árinu var skrifað undir samning um kaup N1 á rekstri Gúmmívinnslunnar á Akureyri. N1 tók yfir rekstur verkstæðisins sem verður áfram starfrækt á sama stað, að Réttarhvammi 1, á Akureyri. Kaupin eru liður í því að þjónusta betur Akureyringa auk annarra viðskiptavina N1 um land allt. N1 starfrækir nú bæði hjólbarðaverkstæði og smurstöð á Akureyri ásamt verslun og þjónustustöðvum. Markmiðið er að bjóða upp á framúrskarandi þjónustu og breitt vöruúrval af dekkjum frá bæði Michelin og Cooper. Stefnt er að því að verkstæðið verði vottað af Michelin eins og önnur verkstæði N1 og auk þess að hægt verði að bóka dekkjaskipti á vefsíðu N1.

Dælan kynnt til sögunar

Á árinu var kynnt nýtt vörumerki, Dælan, sem býður aðeins verð og enga afslætti. Dælustöðvarnar eru þrjár talsins, í Mjódd, við Smáralind og í Fellsmúla.

N1 styrkir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur

N1 og forsvarsmenn tíu annarra stórfyrirtækja á Íslandi hittu Jón Atla Benediktsson, rektor Háskóla Íslands og undirrituðu samning um veglega styrki til Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Undirritunin fór fram í Hátíðarsal Háskóla Íslands að viðstaddri Vigdís Finnbogadóttur, Illuga Gunnarssyni mennta- og menningarmálaráðherra og fjölda annara gesta.

N1 og Knattspyrnudeild Breiðabliks framlengja samstarf sitt

Undirritaður var nýr þriggja ára samningur milli N1 og knattspyrnudeildar Breiðabliks en N1 hefur verið dyggur stuðningsaðili deildarinnar undarfarin ár en félagið er starfrækt í heimabyggð höfuðstöðva N1. Stuðningur N1 skiptir knattspyrnudeildina miklu máli og styrkir áfram ölfugt uppeldis- og afreksstarf knattspyrnudeildar sem og að styðja við meistaraflokka félagsins í efstu deild karla og kvenna. Það voru þau Borghildur Sigurðardóttir formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks og Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar sem undirrituðu samninginn fyrir hönd Breiðabliks og Eggert Þór Kristófersson forstjóri N1 og Þyrí Dröfn Konráðsdóttir markaðsstjóri N1 sem undirrituðu samninginn fyrir hönd N1.

N1 hugsar um grasrótina í 30 ár

N1 hefur í gegnum tíðina látið sér annt um grasrótarstarf í íslenskri knattspyrnu með margvíslegum hætti. Má þar nefna stuðning við fjölmörg íþróttafélög um land allt, einn aðal bakhjarl KSÍ og verkefnið á borð við Hæfileikamótun KSÍ. N1 mótið á Akureyri hefur þó undanfarin þrjátíu ár verið einn af hornsteinum í grasrótarstarfi íslenskrar knattspyrnu og flestir af landsliðsmönnunum okkar stígið sín fyrstu skref í keppni á mótinu.

N1 styrkir Hæfileikamótun KSÍ

N1 hefur lagt kapp á að vera öflugur bakhjarl við íþrótta- og æskulýðsstarf um allt land svo árum skiptir. Síðastliðið sumar verður N1 mótið á Akureyri haldið í þrítugasta skiptið en þar hafa ungir knattspyrnumenn tekið út lærdóm, unnið sigra, lært að tapa og verið hluti af heild en mótið hefur sett svip sinn á eflingu knattspyrnustarfs á Íslandi svo um munar.

Þrítugasta N1 mótið

N1 mótið í knattspyrnu fór fram fyrstu helgina í júní en þetta er í þrítugasta skipti sem ungir drengir koma saman og keppa í knattspyrnu á N1 mótinu. Mótið í ár er það langfjölmennasta sem haldið hefur verið frá upphafi, en búist er við um 1.900 keppendum og 182 liðum til þátttöku. Fjölskyldur og þjálfarar fylgja keppendum á mótið sem hefur fest sig í sessi sem einn stærsti viðburður sumarsins hjá mörgum. Því er búist við þúsundum gesta til Akureyrar í tengslum við mótið og vilja skipuleggjendur minna vegfarendur á að fara varlega og sýna biðlund í umferðinni. Mótinu verður komið vel til skila fyrir þá sem vilja ekki missa af neinu. “Við verðum með beina útsendingu í samstarfi við Sporttv.is annað árið í röð, en það mæltist afar vel fyrir í fyrra. Við verðum líka með myndavélar á svæðinu og dróna sem mun mynda mótið úr lofti. Auk þess hvetjum við foreldra til að vera duglegir að að taka myndir af drengjunum og merkja með #n1mótið á samfélagsmiðlum” segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA. N1 er styrktaraðili mótsins en framkvæmdin hefur algerlega verið í höndum knattspyrnufélags Akureyrar, KA. Á síðasta árið endurnýjuðu N1 og KA samstarfssamning sinn vegna mótsins til ársins 2019. “Samstarf okkar við KA er okkur sérstaklega dýrmætt og við erum gríðarlega stolt af því að fá að taka þátt í því stóra verkefni sem N1 mótið er,” segir Þyrí Dröfn Konráðsdóttir, markaðsstjóri N1.

N1 styrkir Mæðrastyrksnefnd

Í desember styrkti N1 það mikilvæga starf sem Mæðrastyrksnefnd Kópavogs sinnir um 1 milljón krónur nú sjötta árið í röð í aðdraganda jólanna. Í tilefni þess var efnt til jólastundar á þjónustustöð okkar í Kópavogi sem staðsett er í Stórahjalla. Jólasveinar mættu á svæðið, glöddu börnin og léku á alls oddi eins og þeim einum er lagið. Einnig var fenginn til möndlubás svo dísætann ilminn lagði um hverfið en boðið var upp á ristaðar möndlur fyrir gesti og gangandi. Það var Guðný Rósa Þorvarðardóttir, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs, sem veitti þeim Önnu Kristinsdóttur og Sigurfljóð Skúladóttir forstýrum Mæðrastyrksnefndar Kópavogs styrkinn.

EM Torgið

Borgarbúar og gestir fengu að upplifað sannkallaða EM stemningu á Ingólfstorgi á meðan Evrópumótið í knattspyrnu stendur yfir í Frakklandi. Torgið gekk undir undir nafninu EM torgið og var eins konar heimavöllur Íslands þar sem landsmenn fjölmenntu á torgið til að horfa á íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu spila. Ferðamenn nutu jafnframt torgsins en þar voru sýndir alls 45 leikir á risaskjá. Mikilli stemning var á EM torginu sl. í sumar en sambærileg torg eru mjög vinsæl í erlendum stórborgum. Stöðug dagskrá verður á EM torginu í kringum alla leikina 45 og skemmtun í boði fyrir alla fjölskylduna. Meðal þess er andlitsmálun fyrir börn, knattþrautir KSÍ, lukkuhjól, mannlegur „fussballvöllur“ og ýmsar aðrar uppákomur sem tengjast m.a. menningu þeirra landa sem eru að spila hverju sinni. Þá verður boðið uppá afar veglega dagskrá í kringum leiki Íslands á mótinu. Það eru KSÍ, Síminn, Borgun, Icelandair, Íslenskar getraunir, Landsbankinn, N1 og CocaCola sem standa að EM- torginu í samvinnu við Reykjavíkurborg.