

Stöðin mín er ný þjónusta í N1 appinu sem gerir þér kleift að velja þína eigin N1 stöð og fá þar lægsta eldsneytisverð okkar. *
Valið er frjálst og gildir um allt land. Þú þarft ekki lengur að eltast við verðið eða keyra framhjá stöðinni sem hentar þér best. Nú færð þú að ráða – hvort sem stöðin er nálægt heimili, vinnu, bústað eða bara þar sem kaffið er best.
Þú ræsir dælu með símanum, greiðir og punktarnir safnast. Ef þú vilt skipta um stöð þá geturðu gert það á 30 daga fresti.
Lægsta verðið + punktar
Fyrir hvern lítra sem þú kaupir færðu 2 punkta. Hver punktur jafngildir einni krónu og má nota til að greiða fyrir eldsneyti, vörur og þjónustu hjá N1.

Ef þú velur þína stöð fyrir 1. júlí og notar appið til að dæla eldsneyti, þá áttu möguleika á að vinna þér inn 100.000 N1 punkta. Það jafngildir 100.000 krónum í inneign sem þú getur notað til að greiða fyrir eldsneyti, vörur og þjónustu hjá okkur.
Hvernig tek ég þátt?
- Sæktu N1 appið
- Skráðu þig inn og veldu þína stöð
- Taktu eldsneyti með appinu
- Ef þú notar appið á þinni stöð fyrir 1. júlí ertu sjálfkrafa í pottinum.
Fimm heppnir viðskiptavinir verða dregnir út í júlí. Veldu þína stöð í dag og byrjaðu að spara.



Viðskiptavinur opnar appið

Velur „Stöðin mín“ á forsíðuskjá

Velur stöð af lista eða af korti.

Ekki er hægt að velja „Lægsta verðið okkar“ stöðvar

Staðfestir val. Svo er bara að dæla og spara
