Stjórn hefur skipað starfskjaranefnd

Hlutverk nefndarinnar er að vera leiðbeinandi fyrir stjórn um starfskjör stjórnarmanna og stjórnenda félagsins og ráðgefandi um starfskjarastefnu, sem tekin skal til endurskoðunar ár hvert og lögð fyrir aðalfund félagsins. Skal nefndin jafnframt fylgjast með að starfskjör æðstu stjórnenda séu innan ramma starfskjarastefnu félagsins og gefa stjórn skýrslu þar um árlega í tengslum við aðalfund. Stjórn félagsins skal kjósa tvo menn til setu í starfskjaranefnd. Skal annar  nefndarmaður af tveimur vera óháður félaginu og daglegum stjórnendum þess. Í starfskjaranefnd má hvorki forstjóri félagsins né annar starfsmaður eiga sæti. Óháðir stjórnarmenn mega eiga sæti í starfskjaranefnd. Haft skal að leiðarljósi að nefndarmenn hafi reynslu og þekkingu á viðmiðum og venjum við ákvörðun starfskjara stjórnenda. Starfskjör nefndarmanna skulu ákveðin á aðalfundi. Í starfsreglum stjórnar skal kveðið á um störf nefndarinnar. Í starfskjaranefnd sitja Margrét Guðmundsdóttir stjórnarformaður og Helgi Magnússon.

Ársskýrsla 2014

Höldum samfélaginu á hreyfingu

N1 er mikilvægur hluti af gangverki samfélagsins. Fyllir það orku til að takast á við krefjandi verkefni.Sjá nánar