Stjórn N1 fer með æðsta vald í málefnum félagsins á milli hluthafafunda og ber meginábyrgð á rekstri þess. Samskipti stjórnar og hluthafa fara fram á hluthafafundum. Stjórnarmenn í félaginu eru sjálfstæðir í störfum sínum og taka ekki við fyrirmælum frá hluthöfum félagsins eða öðrum hagsmunaaðilum. Stjórnarmenn gæta jafnframt trúnaðar í störfum sínum og veita ekki hluthöfum upplýsingar um rekstur eða starfsemi félagsins nema slíkt sé kynnt á vettvangi stjórnar.

Stjórnin hefur sett sér starfsreglur sem yfirfarnar eru árlega. 

Margrét Guðmundsdóttir

Stjórnarformaður

Margrét Guðmundsdóttir er með Cand. oecon. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, Cand. merc. próf frá Copenhagen Business School og Executive menntun frá CEDEP/Insead í Frakklandi. Margrét starfaði sem forstjóri Austurbakka, síðar  Icepharma hf. árin 2005-2016. Áður starfaði Margrét sem framkvæmdastjóri hjá Skeljungi 1995-2005, framkvæmdastjóri hjá Kuwait Petroleum (Danmark) A/S 1986-1995 og skrifstofustjóri hjá Dansk ESSO, síðar Statoil, 1982-1986. Hún var aðstoðarframkvæmdastjóri AIESEC International í Brussel 1978-1979.

Margrét er framkvæmdastjóri Eignahaldsfélagsins Lyngs ehf. og situr jafnframt í stjórn félagsins. Hún situr einnig í stjórn Krónunnar, Heklu hf., Heklu Fasteigna ehf. og Paradísar ehf. Margrét var formaður European Surgical Trade Association 2011-2013 og sat í stjórn félagsins frá 2009-2015.  Hún var formaður Félags atvinnurekenda 2009-2013, sat í stjórn Reiknistofu bankanna 2010-2011 og 2016-2018, stjórn ISAVIA 2017-1018 og stjórn SPRON 2008-2009. Margrét hefur einnig setið í stjórnum eftirtaldra fyrirtækja: Skýrr hf., Frigg hf., Q8 A/S í Danmörku og Dansk Institut for Personalerådgivning.

Margrét hóf stjórnarstörf hjá N1 árið 2011 og hefur verið formaður frá 2012. Margrét er stjórnarformaður Festi í dag.

Kristín Guðmundsdóttir

Kristín er með Cand. oecon. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.   Kristín starfar sem framkvæmdastjóri KG slf.  Árið 2011 gegndi hún starfi forstjóra Skipta hf. en þar á undan var Kristín fjármálastjóri Símans hf. og Skipta hf. 2003 – 2010 og fjármálastjóri Granda hf. 1994 - 2002. Kristín starfaði einnig til fjölda ára sem forstöðumaður hjá Íslandsbanka og Iðnaðarbanka Íslands.

Kristín var stjórnarformaður Sparisjóðs Vestmannaeyja 2011-2013 og sat í stjórn Mílu ehf. 2007-2011 en þar sinnti hún starfi stjórnarformanns árið 2011. Kristín sat í stjórn Símans hf. 2007-2011 og var stjórnarformaður árið 2011. Kristín var varaformaður í stjórn Straums fjárfestingabanka 2013-2015, í stjórn Kviku banka frá 2015-2016 og 2018. Kristín hefur einnig setið í stjórnum eftirfarandi fyrirtækja: Skjá miðlar ehf., Fasteignafélagið Jörfi ehf., Sjóminjasafnið, Farsímagreiðslur ehf., Straumur hf., Verslunarráð Íslands, Verðbréfaskráningar Íslands hf. og Lífeyrissjóður verkstjóra. Kristín var forseti Rótarý Reykjavík Miðborg 2013-2014.  

Kristín hóf stjórnarstörf hjá N1 2011 og settist í stjórn Festi árið 2018. Hún situr í stjórn Farice frá 2013, stjórn RVK studios frá 2015 og varamaður í stjórn Kviku banka frá 2016.   Hún er í fjárfestingarráði Eyris sprota frá 2105.  Hún situr í stjórn Golfsambands Íslands frá 2013.

Guðjón Reynisson

Guðjón Reynisson er MBA frá Háskóla Íslands 2002, lauk Rekstrar- og viðskiptanámi frá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands 1999 og útskrifaðist með Íþróttakennararéttindi á grunn – og framhaldsskólastigi frá Íþróttakennaraskóla Íslands 1986.

Guðjón er í dag sjálfstætt starfandi fjárfestir og stjórnarmaður.  Á árunum 2008-2017 starfaði hann sem forstjóri Hamleys of London. Fólst starfið í að móta og innleiða stefnu félagsins sem miðaði að því að stækka það úr einni verslun í aðþjóðlega keðju verslana. Guðjón leiddi sölu á félaginu árið 2011-12 og aftur 2015-16. Á árunum 2003-2007 gengdi Guðjón stöðu framkvæmdastjóra 10-11 verslananna. Þar áður frá 1998-2003 var hann framkvæmdstjóri sölusviðs Tals. Guðjón hóf stjórnarstörf hjá Festi árið 2018.

Björgólfur Jóhannsson

Björgólfur Jóhannsson er fæddur 1955. Hann lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1983 og löggildingarprófi í endurskoðun 1985. Hann starfaði sem endurskoðandi á árunum 1980-1992. Björgólfur var fjármálastjóri Háskólans á Akureyri 1992-1996, framkvæmdastjóri nýsköpunar og þróunar hjá Samherja 1996-1999, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar 1999-2006, framkvæmdastjóri Icelandic 2006-2007 og forstjóri og framkvæmdastjóri Icelandair Group 2008-2018. Björgólfur var formaður stjórnar LÍÚ á árunum 2003-2008 og formaður Samtaka atvinnulífsins 2013-2016. Í gegnum árin hefur hann setið í stjórnum margra fyrirtækja í ýmsum greinum atvinnulífsins.