Stjórn N1

Stjórn N1 fer með æðsta vald í málefnum félagsins á milli hluthafafunda og ber meginábyrgð á rekstri þess. Samskipti stjórnar og hluthafa fara fram á hluthafafundum. Stjórnarmenn í félaginu eru sjálfstæðir í störfum sínum og taka ekki við fyrirmælum frá hluthöfum félagsins eða öðrum hagsmunaaðilum. Stjórnarmenn gæta jafnframt trúnaðar í störfum sínum og veita ekki hluthöfum upplýsingar um rekstur eða starfsemi félagsins nema slíkt sé kynnt á vettvangi stjórnar.

Stjórnin hefur sett sér starfsreglur sem yfirfarnar eru árlega. 

Margrét Guðmundsdóttir

Stjórnarformaður

Margrét Guðmundsdóttir, f. 1954 starfaði sem forstjóri Icepharma hf. 2006-2016. Hún hóf störf hjá Austurbakka hf. 2005 en fyrirtækið sameinaðist Icepharma og Ísmed 2006 undir nafni Icepharma hf. Áður starfaði Margrét sem framkvæmdastjóri hjá Skeljungi 1995-2005, framkvæmdastjóri hjá Kuwait Petroleum (Danmark) A/S 1986-1995 og skrifstofustjóri hjá Dansk ESSO, síðar Statoil, 1982-1986. Hún var aðstoðarframkvæmdastjóri AIESEC International í Brussel 1978-1979.

Margrét situr í stjórn Eignahaldsfélagsins Lyngs ehf., Lyfjaþjónustunnar ehf, Icepharma AS, Heklu hf., Reiknistofu Bankanna, Paradísar ehf., Heklu Fasteigna ehf. og ISAVIA. Margrét var formaður European Surgical Trade Association 2011-2013 og sat í stjórn félagsins frá 2009-2015.  Hún var formaður Félags atvinnurekenda 2009-2013, sat í stjórn Reiknistofu bankanna 2010-2011 og stjórn SPRON 2008-2009. Margrét hefur einnig setið í stjórn eftirtaldra fyrirtækja: Skýrr hf., Frigg hf., Q8 A/S í Danmörku og Dansk Institut for Personalerådgivning.

Hún er með stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands, Cand. oecon. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, Cand. merc. próf frá Copenhagen Business School og Executive menntun frá CEDEP/Insead í Frakklandi. Margrét hóf stjórnarstörf hjá N1 árið 2011 og hefur verið formaður frá 2012.

Helgi Magnússon

Varaformaður

Helgi Magnússon er fæddur 1949 og starfar sem framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélags Hörpu ehf. Hann var áður framkvæmdastjóri Málningarverksmiðjunnar Hörpu og Hörpu-Sjafnar. Hann var ritstjóri Frjálsrar verslunar og rak eigin endurskoðunarfyrirtæki.

Helgi er varaformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Hann er stjórnarformaður Bláa lónsins hf. og Húsasmiðjunnar og á sæti í stjórn Marels hf. Helgi sat í stjórn og framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins 2006 - 2013. Hann var formaður Samtaka iðnaðarins 2006 - 2012, átti sæti í stjórn Íslandsbanka hf. 1997 - 2005 og hefur m.a. setið í eftirtöldum stjórnum: Verslunarráð Íslands, Stúdentaráð, Knattspyrnudeild Vals, Valsmenn hf., Harpa hf., Harpa-Sjöfn hf., Flügger ehf., Íslenskur  markaður hf., Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf., Þróunarfélag Íslands hf., Lífeyrissjóðurinn Framsýn, Íslenski lífeyrissjóðurinn, Landssamtök lífeyrissjóða og Átak til atvinnusköpunar.

Helgi er með stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands, Cand. oecon. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og er löggiltur endurskoðandi. Helgi hóf stjórnarstörf hjá N1 2012.

Kristín Guðmundsdóttir

Kristín er fædd 1953 og starfar sem framkvæmdastjóri KG slf. Árið 2011 gegndi hún starfi forstjóra Skipta hf. en þar á undan var Kristín fjármálastjóri Símans hf. og Skipta hf. 2003 – 2010 og fjármálastjóri Granda hf. 1994 - 2002. Kristín starfaði einnig til fjölda ára sem forstöðumaður hjá Íslandsbanka og Iðnaðarbanka Íslands.

Kristín var stjórnarformaður Sparisjóðs Vestmannaeyja 2011-2013 og sat í stjórn Mílu ehf. 2007-2011 en þar sinnti hún starfi stjórnarformanns árið 2011. Kristín sat í stjórn Símans hf. 2007-2011 og var stjórnarformaður árið 2011. Kristín er varaformaður í stjórn Straums fjárfestingabanka síðan 2013 og einnig situr hún í stjórn Farice frá 2013. Kristín er forseti Rótarý Reykjavík Miðborg og situr í stjórn Golfsambands Íslands.

Kristín hefur m.a. setið í stjórnum eftirfarandi fyrirtækja: Skjá miðlar ehf., Fasteignafélagið Jörfi ehf., Sjóminjasafnið, Farsímagreiðslur ehf., Straumur hf., Verslunarráð Íslands, Verðbréfaskráningar Íslands hf. og Lífeyrissjóður verkstjóra.

Kristín er með stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands og Cand. oecon. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Kristín hóf stjórnarstörf hjá N1 2011.

Jón Sigurðsson

Jón Sigurðsson er fæddur árið 1978 og starfar í dag sem starfsmaður sérhæfðra fjárfestinga hjá GAM Management hf. Hann starfaði hjá Stoðum (áður FL Group hf.) frá árinu 2005-2010 og sem forstjóri félagsins frá 2007-2010. Áður starfaði Jón sem starfsmaður fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans á árunum 2003-2005 og sem starfsmaður fyrirtækjaráðgjafar Búnaðarbankans árin 2002-2003.

Jón situr í stjórn Refresco BV, Straumnes Ráðgjöf ehf. og Straumnes eignarhaldsfélags ehf. Áður sat Jón í stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar, Icelandair Group, Glitni banka og Hitaveitu Suðurnesja. Hann er með stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands og Bsc. próf í viðskiptafræðum frá Háskólanum í Reykjavík.

Þórarinn V. Þórarinsson

Þórarinn V. Þórarinsson er fæddur 1954 og er starfandi hæstaréttarlögmaður á eigin lögmannsstofu, Advocatus slf. Þórarinn var lögfræðingur hjá Vinnuveitendasambandi Íslands frá 1980, aðstoðarframkvæmdastjóri samtakanna frá 1983 og framkvæmdastjóri 1986 til 1999. Hann var forstjóri Símans frá 1999-2001.

Þórarinn er formaður stjórnar Reita fasteignafélags hf. og situr í stjórn Líflands hf., Grana ehf. og Forsa ehf. Hann sat um lengri eða skemmri tíma í stjórnum Bergs Hugins ehf., Atlantis Group hf., Granda hf., Skeljungs hf., S-fasteigna ehf. og Ö-fasteigna ehf., Miðbæjarhótel/Centerhotels ehf., Klakka ehf., Birgðastöðinni Miðsandi ehf. Tungu- eignarhaldsfélagi, Q44 ehf., Þróunarfélags Íslands hf. og Lífeyrissjóðsins Framsýnar.

Þórarinn er með stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík og er Cand. jur. í lögfræði frá Háskóla Íslands 1980, réttindi sem héraðsdómslögmaður 1986 og hæstaréttarlögmaður 2010.