Stjórn N1

Stjórn N1 fer með æðsta vald í málefnum félagsins á milli hluthafafunda og ber meginábyrgð á rekstri þess. Samskipti stjórnar og hluthafa fara fram á hluthafafundum. Stjórnarmenn í félaginu eru sjálfstæðir í störfum sínum og taka ekki við fyrirmælum frá hluthöfum félagsins eða öðrum hagsmunaaðilum. Stjórnarmenn gæta jafnframt trúnaðar í störfum sínum og veita ekki hluthöfum upplýsingar um rekstur eða starfsemi félagsins nema slíkt sé kynnt á vettvangi stjórnar.

Stjórnin hefur sett sér starfsreglur sem yfirfarnar eru árlega. 

Margrét Guðmundsdóttir

Stjórnarformaður

Margrét Guðmundsdóttir, f. 1954 starfaði sem forstjóri Icepharma hf. 2006-2016. Hún hóf störf hjá Austurbakka hf. 2005 en fyrirtækið sameinaðist Icepharma og Ísmed 2006 undir nafni Icepharma hf. Áður starfaði Margrét sem framkvæmdastjóri hjá Skeljungi 1995-2005, framkvæmdastjóri hjá Kuwait Petroleum (Danmark) A/S 1986-1995 og skrifstofustjóri hjá Dansk ESSO, síðar Statoil, 1982-1986. Hún var aðstoðarframkvæmdastjóri AIESEC International í Brussel 1978-1979.

Margrét situr í stjórn Eignahaldsfélagsins Lyngs ehf., Lyfjaþjónustunnar ehf, Icepharma AS, Heklu hf., Reiknistofu Bankanna, Paradísar ehf., Heklu Fasteigna ehf. og ISAVIA. Margrét var formaður European Surgical Trade Association 2011-2013 og sat í stjórn félagsins frá 2009-2015.  Hún var formaður Félags atvinnurekenda 2009-2013, sat í stjórn Reiknistofu bankanna 2010-2011 og stjórn SPRON 2008-2009. Margrét hefur einnig setið í stjórn eftirtaldra fyrirtækja: Skýrr hf., Frigg hf., Q8 A/S í Danmörku og Dansk Institut for Personalerådgivning.

Hún er með stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands, Cand. oecon. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, Cand. merc. próf frá Copenhagen Business School og Executive menntun frá CEDEP/Insead í Frakklandi. Margrét hóf stjórnarstörf hjá N1 árið 2011 og hefur verið formaður frá 2012.

Kristín Guðmundsdóttir

Kristín er fædd 1953 og starfar sem framkvæmdastjóri KG slf. Árið 2011 gegndi hún starfi forstjóra Skipta hf. en þar á undan var Kristín fjármálastjóri Símans hf. og Skipta hf. 2003 – 2010 og fjármálastjóri Granda hf. 1994 - 2002. Kristín starfaði einnig til fjölda ára sem forstöðumaður hjá Íslandsbanka og Iðnaðarbanka Íslands.

Kristín var stjórnarformaður Sparisjóðs Vestmannaeyja 2011-2013 og sat í stjórn Mílu ehf. 2007-2011 en þar sinnti hún starfi stjórnarformanns árið 2011. Kristín sat í stjórn Símans hf. 2007-2011 og var stjórnarformaður árið 2011. Kristín er varaformaður í stjórn Straums fjárfestingabanka síðan 2013 og einnig situr hún í stjórn Farice frá 2013. Kristín er forseti Rótarý Reykjavík Miðborg og situr í stjórn Golfsambands Íslands.

Kristín hefur m.a. setið í stjórnum eftirfarandi fyrirtækja: Skjá miðlar ehf., Fasteignafélagið Jörfi ehf., Sjóminjasafnið, Farsímagreiðslur ehf., Straumur hf., Verslunarráð Íslands, Verðbréfaskráningar Íslands hf. og Lífeyrissjóður verkstjóra.

Kristín er með stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands og Cand. oecon. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Kristín hóf stjórnarstörf hjá N1 2011.

Guðjón Reynisson

Guðjón Reynisson er MBA frá Háskóla Íslands 2002, lauk Rekstrar- og viðskiptanámi frá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands 1999 og útskrifaðist með Íþróttakennararéttindi á grunn – og framhaldsskólastigi frá Íþróttakennaraskóla Íslands 1986.

Guðjón er í dag sjálfstætt starfandi fjárfestir og stjórnarmaður.  Á árunum 2008-2017 starfaði hann sem forstjóri Hamleys of London. Fólst starfið í að móta og innleiða stefnu félagsins sem miðaði að því að stækka það úr einni verslun í aðþjóðlega keðju verslana. Guðjón leiddi sölu á félaginu árið 2011-12 og aftur 2015-16. Á árunum 2003-2007 gengdi Guðjón stöðu framkvæmdastjóra 10-11 verslananna. Þar áður frá 1998-2003 var hann framkvæmdstjóri sölusviðs Tals. Guðjón hóf stjórnarstörf hjá Festi árið 2018.

Björgólfur Jóhannsson

Björgólfur Jóhannsson er fæddur 1955. Hann lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1983 og löggildingarprófi í endurskoðun 1985. Hann starfaði sem endurskoðandi á árunum 1980-1992. Björgólfur var fjármálastjóri Háskólans á Akureyri 1992-1996, framkvæmdastjóri nýsköpunar og þróunar hjá Samherja 1996-1999, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar 1999-2006, framkvæmdastjóri Icelandic 2006-2007 og forstjóri og framkvæmdastjóri Icelandair Group 2008-2018. Björgólfur var formaður stjórnar LÍÚ á árunum 2003-2008 og formaður Samtaka atvinnulífsins 2013-2016. Í gegnum árin hefur hann setið í stjórnum margra fyrirtækja í ýmsum greinum atvinnulífsins.