Nafn Deild Titill Símanúmer Netfang

Starfsfólkið okkar

Hjá N1 starfa rúmlega 600 manns á fjölmörgum afgreiðslustöðum okkar um land allt. Meginverkefni starfsmanna N1 er að halda samfélaginu á hreyfingu.

Starfsmannafélag N1 er mjög öflugt og stendur það fyrir ýmsum uppákomum allt árið um kring. Starfsmannafélagið á nokkra sumarbústaði við Laugarvatn og á Bifröst einnig íbúðir á Akureyri og í Kaupmannahöfn.

N1 byggir á öflugri liðsheild og stjórnendur og aðrir starfsmenn vita að allir liðsmenn skipta máli fyrir fyrirtækið.

Atvinnuviðtal

Hér eru nokkrir punktar sem gott er að hafa í huga þegar farið er í atvinnuviðtal:

  • Mæta á réttum tíma í atvinnuviðtalið.
  • Verið vel til höfð og snyrtileg.
  • Kynntu þér fyrirtækið eins og kostur er.
  • Hafðu á hreinu hverju þú vilt koma á framfæri um þig.
  • Vertu tilbúinn með spurningar varðandi starfið? Ekki er verra að vera með minnisblað með sér með spurningum.

Við erum alltaf að ráða

  • Hjá N1 starfar úrræðagott starfsfólk með ríka þjónustulund og gott viðmót.
  • N1 starfrækir N1 skólann sem hefur það hlutverk að uppfylla fræðsluþarfir starfsmanna.
  • N1 stuðlar að jafnrétti á vinnustað.
  • N1 er fjölbreyttur vinnustaður og erum við alltaf að leita að góðu fólki.
Sækja um starf

Jafnlaunastefna

N1 greiðir sömu laun fyrir jafn verðmæt störf,  fylgir Jafnlaunakerfi ÍST 85:2012, lögum og reglum sem gilda á hverjum tíma.

Með vottuðu jafnlaunakerfi samkvæmt ÍST 85:2012 stuðlar N1 að eftirliti, viðbrögðum og umbótum til að styðja við Jafnréttis- og jafnlaunastefnu N1.

Markmið jafnlaunastefnu N1: Við ákvörðun launa og fríðinda skal gæta þess að kynjum sé ekki mismunað. Fyrir sambærileg störf skulu greidd jöfn laun og fríðindi óháð kyni, kynþætti eða öðrum órökstuddum viðmiðum.

n1@n1.is Sendu okkur tölvupóst og við höfum samband eins fljótt og auðið er.
440 1100 Þjónustusíminn hjá okkur er opin frá kl: 8:00 - 17:00 alla virka daga.
Spjalla við þjónustufulltrúa Spjallið hjá okkur er opið frá kl: 8:00 - 17:00 alla virka daga.

Sendu okkur fyrirspurn