Samfélagsleg ábyrgð

N1 og umhverfið

N1 er í fararbroddi við innleiðingu á umhverfisvænum orkugjöfum. Fyrirtækið selur metangas við Bíldshöfða 2. Þá býður N1 upp á VLO á öllum þjónustustöðvum sínum. N1 skuldbindur sig til að vinna með markvissum aðgerðum að því að lágmarka áhrif starfseminnar á umhverfið með því að:

 • Selja umhverfisvæna orkugjafa og vörur ásamt því að vinna markvisst að auknu framboði á þeim.
 • Þekkja og taka tillit til umhverfismála í starfsemi N1 og stuðla þannig að betra umhverfi.
 • Starfsstöðvar N1 uppfylli gildandi lög og reglugerðir í umhverfismálum.
 • Skilgreindar starfsstöðvar starfi samkvæmt kröfum ISO 14001. Bæta stöðugt virkni og umfang umhverfisstjórnunarkerfisins.
 • Mengunarvarnir N1 á hverjum tíma taki mið af líklegum framtíðarkröfum á þessu sviði.
 • Viðhafa bestu fáanlegu mengunarvarnir við endurnýjun og viðhald búnaðar í námunda við náttúruperlur.
 • Hvetja til virðingar fyrir umhverfinu og leggja áherslu á skyldur hvers og eins starfsmanns til að svo megi verða.
 • Vinna markvisst að fræðslu og þjálfun starfsfólks til að koma í veg fyrir óhöpp og mengunarslys af völdum starfseminnar.
 • Upplýsa yfirvöld og vinna hratt og markvisst með þeim ef um óhöpp eða yfirvofandi mengunarhættu er að ræða.

Rafrænir reikningar

Viðskiptavinir N1 geta nú fengið senda reikninga rafrænt. Rafrænir reikningar N1 eru XML reikningar sem styðjast við evrópska viðskiptastaðla BII og NES, sjá nánar á vefsíðu Staðlaráðs Íslands. Staðlarnir tryggja rafræn viðskipti óháð staðsetningu eða viðskiptakerfi og auka öryggi gagna. Fyrirtæki sem hafa áhuga á móttöku rafrænna reikningar geta haft samband við innheimtudeild N1 í netfangið innheimta@n1.is eða í síma 440-1176

Samfélagsleg ábyrgð

Samfélagsleg ábyrgð skiptir N1 miklu máli. Árið 2015 var í fyrsta skipti í sögu N1 gefin út skýrsla um samfélagsábyrgð samkvæmt aðferðafræði Global Reporting Initiative (GRI) samhliða ársskýrslu. 

Skoða ársskýrslu N1 2016 samkvæmt GRI G4 Core

Skoða GRI G4 Core skýrslu frá 2015

 

Sand- og olíuskiljur

Sand- og olíuskiljur á athafnasvæði stöðva tryggja að olía af athafnasvæðinu fari ekki út í skólp eða fráveitukerfi. Í sand- og olíuskiljum á stöðvum er það þyngdarlögmálið sem skilur olíu og sand frá vatni. Vegna óskyldleika blandast olía, sandur og vatn ekki saman, olían flýtur upp þar sem hún er léttari og sandurinn fellur niður. Eftir hæfilegan tíma er olíunni og sandinum dælt upp úr hólfum en vatnið sem nú er olíu- og sandlaust er leitt í fráveitukerfi svæðisins.

ISO vottanir

N1 vinnur með markvissum aðgerðum að því að lágmarka umhverfisáhrif starfseminnar, meðal annars með innleiðingu á formlegu umhverfisstjórnunarkerfi. N1 fylgir alþjóðlega umhverfisstjórnunarstaðlinum ISO 14001 og fær óháðan aðila til að taka út og votta starfsstöðvar sínar. Nítján þjónustustöðvar N1 hafa þegar hlotið vottun. Stefnt er að því að allar þjónustustöðvar N1 verði ISO 14001 vottaðir á komandi árum.

Umhverfis- og öryggisáhrif

Til að auka vitund um umhverfis- og öryggismál hjá öllu sínu starfsfólki hefur N1 haldið öryggismánuð í febrúar þrjú undanfarin ár. Þá eru uppfærðar neyðar- og viðbragðsáætlanir, einkum tengdar umhverfi og öryggi, rekstrar og starfsfólks. Í öðrum stöðlum sem fyrirtækið uppfyllir, svo sem frá Michelin og ExxonMobil, er einnig lögð rík áhersla á umhverfismál og meðhöndlun úrgangs.

Endurnýting

Megin hluti sorps frá þjónustustöðvum og verslunum N1 er vöruumbúðir. Með því að endurnýta þennan hluta sorpsins vill N1 taka virkan þátt í að minnka sorp.N1 býður viðskiptavinum sínum þá þjónustu að geta keypt olíur, frostlög og rúðuvökva umbúðalaust af olíubar á nokkrum af þjónustustöðvum sínum. Með því að nýta sér það geta viðskiptavinir N1 tekið þátt í að draga úr magni umbúða og þar með minnkað sorp.N1 um land allt tekur á móti rafhlöðum og rafgeymum sem skilað er áfram til viðurkenndra móttökuaðila.
Nítján þjónustustöðvar N1 hafa hlotið vottun samkvæmt alþjóðlega umhverfisstaðlinum ISO 14001:2004 frá Vottun hf.

Þessar stöðvar eru:

 • N1 Lækjargata, þjónustustöð
 • N1 Reykjavíkurvegur, þjónustustöð
 • N1 Mosfellsbær, þjónustustöð
 • N1 Stórihjalli, þjónustustöð
 • N1 Gagnvegur, þjónustustöð
 • N1 Ártúnshöfði, þjónustustöð
 • N1 Bíldshöfði, þjónustustöð
 • N1 Bíldshöfði, verkstæði
 • N1 Skógarsel, þjónustustöð
 • N1 Fossvogur, þjónustustöð
 • N1 Stóragerði, þjónustustöð
 • N1 Borgartún, þjónustustöð
 • N1 Hringbraut, þjónustustöð
 • N1 Staðarskáli, þjónustustöð
 • N1 Borgarnes, þjónustustöð
 • N1 Akranes, þjónustustöð
 • N1 Reykjanesbær, þjónustustöð
 • N1 Hvolsvöllur, þjónustustöð
 • N1 Selfoss, þjónustustöð
Umhverfisstjórnunarstaðallinn ISO 14001 nær yfir stefnumótun, markmiðasetningu, framkvæmd og eftirlit þeirra umhverfisþátta sem fyrirtæki geta stýrt eða haft áhrif á.
ISO 14001 er einn útbreiddasti staðallinn á þessu sviði og er gefinn út af Alþjóðlegu staðlasamtökunum (ISO).

Fyrirtæki vítt og breitt um heiminn hafa tileinkað sér ISO 14001 staðalinn og sett sér markmið um úrbætur í umhverfismálum og hvernig þau ætla að ná þeim innan ákveðins tímaramma.

Í staðlinum er meðal annars gerð krafa um að til séu virkar verklagsreglur, að skráningar og vistun upplýsinga sé fullnægjandi. Að öðrum kosti er ekki hægt að sýna fram á að fyrirtækið uppfylli allar kröfur staðalsins.

Nítján þjónustustöðvar N1 hafa hlotið vottun samkvæmt alþjóðlega umhverfisstaðlinum ISO 14001:2004 frá Vottun hf.

ISO 14001

Fyrirtæki vítt og breitt um heiminn hafa tileinkað sér ISO 14001 staðalinn og sett sér markmið um úrbætur í umhverfismálum og hvernig þau ætla að ná þeim innan ákveðins tímaramma.

Umhverfisstjórnunarstaðallinn ISO 14001 nær yfir stefnumótun, markmiðasetningu, framkvæmd og eftirlit þeirra umhverfisþátta sem fyrirtæki geta stýrt eða haft áhrif á.

ISO 14001 er einn útbreiddasti staðallinn á þessu sviði og er gefinn út af Alþjóðlegu staðlasamtökunum (ISO).

Í staðlinum er meðal annars gerð krafa um að til séu virkar verklagsreglur, að skráningar og vistun upplýsinga sé fullnægjandi. Að öðrum kosti er ekki hægt að sýna fram á að fyrirtækið uppfylli allar kröfur staðalsins.

n1@n1.is Sendu okkur tölvupóst og við höfum samband eins fljótt og auðið er.
440-1022 Hægt er að hafa samband við hann á milli 9:00 og 17:00 alla virka daga
Spjalla við þjónustufulltrúa Spjallið hjá okkur er opið frá kl: 9:00 - 17:00 alla virka daga.

Sendu okkur fyrirspurn