Lýsing

Lýsingin, dagsett 26. nóvember 2013, sem finna má á þessari síðu, varðar almennt útboð á hlutum í N1 hf. og umsókn um töku allra útgefinna hluta í N1 hf. til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. Hvorttveggja fer fram í samræmi við ákvæði íslenskra laga og reglugerða um verðbréfaviðskipti, sbr. lög nr. 108/2007. Lýsingin hefur verið staðfest af Fjármálaeftirlitinu og fylgir ákvæðum um upplýsingagjöf skv. viðaukum I og III við fylgiskjal við reglugerð nr. 243/2006. Lýsingin er einnig útbúin með hliðsjón af Reglum fyrir útgefendur fjármálagerninga sem gefnar voru út af NASDAQ OMX Iceland hf. 1. desember 2009.

Útboðið stendur yfir frá kl. 10.00 þann 6. desember 2013 til kl. 16.00 þann 9. desember 2013. Gert er ráð fyrir að niðurstöður útboðs verði birtar 11. desember 2013 og NASDAQ OMX Iceland hf. mun í kjölfarið birta svar við umsókn útgefandans. Gert er ráð fyrir að ákvörðun seljenda um úthlutun til fjárfesta í útboðinu geti átt sér stað 12. desember 2013 og eindagi viðskiptanna verði ákvarðaður 17. desember 2013 en greiddir hlutir verða afhentir næsta virka dag eftir eindaga. Fyrsti mögulegi viðskiptadagur með hlutabréf N1 hf. á Aðalmarkaði gæti skv. framansögðu orðið 19. desember 2013.

Útboðið er markaðssett á Íslandi. Þátttaka í útboðinu er heimil öllum aðilum sem hafa íslenska kennitölu, að því gefnu að viðkomandi aðili sé fjárráða og hafi forræði bús síns og með þeim takmörkunum sem kunna að leiða af lögum. Erlendir aðilar, skv. skilgreiningu 1. mgr. 1. gr. laga um gjaldeyrismál nr. 87/1992 skulu að fyrra bragði sýna umsjónaraðila fram á með óyggjandi hætti að þeim sé heimilt að fjárfesta í verðbréfunum sem boðin eru í útboðinu, sbr. 13. gr. m og 13. gr. b. laganna. Hlutirnir eru ekki boðnir til sölu í lögsagnarumdæmum þar sem almennt útboð eins og hér um ræðir væri háð því að lögbær yfirvöld í viðkomandi lögsagnarumdæmi hefðu móttekið lýsingu þá sem útgefandi gefur út í tengslum við útboðið, eða þar sem slíkt útboð myndi lúta öðrum frekari kröfum en staðfestingu íslenskra eftirlitsaðila á lýsingu útgefanda í tengslum við útboðið.

Lýsingin er gefin út á íslensku, bæði á rafrænu formi og innbundin á prentuðu formi. Lýsingin samanstendur af þremur sjálfstæðum skjölum; samantekt, verðbréfalýsingu og útgefandalýsingu, en skal skoðast sem ein heild. Lýsingunni má ekki breyta né hluta niður á neinn hátt. Lýsingunni má ekki dreifa á einn eða annan hátt til landa þar sem dreifing myndi krefjast viðbótar skráningarferlis eða aðgerða annarra en þeirra sem heyra undir íslensk lög og reglur, eða ef slík dreifing greinir á við lög eða reglur viðeigandi landa. Óheimil er hverslags dreifing lýsingarinnar til landa þar sem dreifing myndi krefjast viðbótar skráningarferlis eða aðgerða annarra en þeirra sem heyra undir íslensk lög og reglur, eða ef slík dreifing greinir á við lög eða reglur viðeigandi landa. Lýsingunni skal hvorki senda í pósti né dreifa á einn eða annan hátt til eða innan Bandaríkjanna, Ástralíu, Kanada eða Japans. N1 hf., FSÍ (Framtakssjóður Íslands) slhf. , Íslandsbanki hf., og Arion banki hf. eru ekki skaðabótaskyld vegna dreifingar þriðja aðila á lýsingunni.

Lýsinguna má undir engum kringumstæðum skoða eða túlka sem loforð um árangur í rekstri eða um ávöxtun fjármuna af hálfu útgefanda, seljanda, umsjónaraðila eða annarra aðila. Hver sá sem hyggst taka þátt í útboðinu á hlutum í N1 hf. er hvattur til að kynna sér lýsinguna ítarlega. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér efni lýsingarinnar í heild sinni og byggja mat sitt á félaginu á þeim upplýsingum sem þar koma fram en ekki byggja mat sitt á þeirri stuttu samantekt sem fólgin er í fjárfestakynningu. Fjárfesting í hlutabréfum felur í sér margvíslega áhættuþætti. Áður en tekin er ákvörðun um fjárfestingu í hlutabréfum N1 hf. ættu fjárfestar að kynna sér allar upplýsingar sem koma fram í útgefandalýsingu, verðbréfalýsingu og samantekt dagsettum 26. nóvember 2013, en sérstaklega er bent á kafla sem bera heitið Áhættuþættir. Þeir óvissu- og áhættuþættir sem fjallað er um þar eru þess eðlis að þeir geta haft áhrif á útgefanda og þar með á verð á hlutum í útgefanda. Komi fram einhver af þessum áhættuþáttum kann það að leiða til þess að verð á hlutum í útgefanda falli og fjárfestar tapi hluta af fjárfestingu sinni eða jafnvel allri fjárfestingunni. Aðrir áhættu- og óvissuþættir gætu einnig haft neikvæð áhrif á starfsemi félagsins og/eða verðmæti verðbréfa sem N1 hf. gefur út, til að mynda þættir sem ekki eru til staðar á þessari stundu, eða sem ekki eru taldir skipta verulegu máli eins og er, eða sem N1 hf. er ekki kunnugt um.

Fyrirvari þessi er gerður í samræmi við 2. tl. 29. gr. reglugerðar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins 809/2004 frá 29. apríl 2004.

 

Ársskýrsla 2014

Höldum samfélaginu á hreyfingu

N1 er mikilvægur hluti af gangverki samfélagsins. Fyllir það orku til að takast á við krefjandi verkefni.

Skoða nánar