N1 hf. hefur gefið út lýsingu sem dagsett er 24. ágúst 2018. Lýsingin er gefin út í tengslum við hækkun hlutafjár í N1 hf. um 79.573.913 hluti og umsókn um töku hlutanna til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf.

Lýsingin hefur verið yfirfarin og staðfest af Fjármálaeftirlitinu. Lýsingin samanstendur af þremur aðskildum skjölum samantekt, verðbréfalýsingu og útgefandalýsingu og eru öll skjölin dagsett 24. ágúst 2018. Lýsingin er eingöngu birt á íslensku en samantekt lýsingarinnar hefur verið þýdd á ensku.

Lýsingunni skal ekki dreifa, senda eða miðla á annan hátt til landa eða í löndum þar sem birting krefst frekari skráningaaðgerða eða annarra aðgerða en þeirra sem íslensk lög og reglugerðir krefjast eða þar sem slíkt bryti í bága við lög eða reglugerðir í viðkomandi landi.