Við erum umboðsaðili fyrir Tork

N1 er umboðsaðili Tork á Íslandi. Tork er þekktasta vörumerki á sviði pappírs og hreinlætisvara vörurnar eru þekktar fyrir  gæði, þægindi og gott verð.

Tork pappírinn skiptist í þrjá gæðaflokka ; Premium, Advanced og Universal en allar þessar vörur er hægt að setja í viðeigandi skammtara. 

Þrjár gerðir af pappír

Premium – er besti pappírinn sem hægt er að fá: 

  • Tvöfaldur eða þrefaldur
  • Nýjar trefjar

Advanced – skilar góðum árangri

  • Einfaldur eða tvöfaldur
  • Nýjar trefjar
  • Gataður

Universal – mætir grunnþörfum þínum

  • Einfaldur
  • Byggður á endurunnum trefjum

Val á þurrkum – tvær grunngerðir

Tvær mismunandi grunngerðir eru í boði í þurrkum, endurunnar þurrkur og þær sem byggjast á nýjum trefjum.

Pappír úr nýjum trefjum 

Vörur sem framleiddar eru úr nýjum trefjum einkennast af því að trefjarnar eru langar. Þetta þýðir að góð binding verður milli trefjanna og styrkleiki pappírsins mikill, þrátt fyrir að pappírinn blotni. Auk þess er holrúm milli trefjanna, sem valda því að uppsog pappírsins verður mikið.

Pappír úr nýjum trefjum er talinn sjúga í sig tvöfalt meira magn á tvöfalt styttri síma en endurunninn pappír. Pappír úr nýjum trefjum er hægt að fá bæði einfaldan og tvöfaldan. Val á grunngerðum gangir mjög saman við þær kröfur sem gerðar eru til hreinlætis. Við ráðleggjum einkum heilsugeiranum, matvælaiðnaðinum og hótel og veitingahúsum að nota vörur úr nýjum Trefjum.

Umhverfisvottanir

Tork vörurnar eru umhverfisvænar og státa af vottun samkvæmt ISO 9000 og ISO 14000 stöðlunum.


Tork hefur einnig hlotið Svaninn sem er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna. Blómið sem er opinbert umhverfismerki Evrópubandalagsins og FSC merkið sem er til marks um að viðurinn sem varan er unni úr sé upprunnin úr skógum sem stjórnað er með sjálfbærum hætti.