Panta eldsneyti
Til þess að tryggja viðskiptavinum N1 skilvirka og örugga þjónustu eru notaðir þjónustustaðlar vegna dreifingar á lituðu eldsneyti (vélaolíu) af olíubílum beint á vinnutæki og tanka. Hægt er að semja um fastar afgreiðslur fyrir stærri vinnusvæði fyrir eða eftir þann tíma. Ekki er afgreitt á frídögum.
Viðskiptavinir vinsamlegast fyllið út þetta form hér fyrir neðan til þess að tryggja það að þið fáið skjóta og örugga þjónustu.
Þjónustuver N1 sér um móttöku pantana á olíu. Kvartanir sem þarf að bregðast við s.s. olíuleysi eða afgreiðsla á olíu sem ekki er í lagi skal tafarlaust tilkynna til okkar.
Þjónustumarkmið
Með þjónustumarkmiði er stefnt að því að skipuleggja dreifinguna með rekstraröryggi viðskiptavina að leiðarljósi, þar sem birgðarbílarnir geta fylgt fyrirfram ákveðinni dreifingaráætlun sem byggir á vöruvöntunum frá viðskiptavinum frá deginum áður.
Afgreiðsla á skip og iðnað
Til að tryggja að afgreiðsla geti farið snurðulaust fram þarf að panta fyrir 16:00 næsta virka dag á undan. Afgreiðslur sem eiga að hefjast fyrir 08:00 eða eru yfir 100.000 lítrar skulu pantaðar fyrir kl. 12:00 næsta virka dag fyrir afgreiðsludag.
Afgreitt á tæki og tanka
Afgreitt er á tæki og tanka á ákveðnum dögum samkvæmt töflu hér að neðan. Panta þarf fyrir lokun skrifstofu deginum áður en afgreiðsla á að fara fram. Þar sem afgreiðsludagur er ekki skilgreindur er afgreitt samkvæmt samkomulagi en panta þarf a.m.k. fyrir lokun skrifstofu deginum áður.
- Flýtiafgreiðsla 7.648 kr.
- Afgreiðslugjald fyrir litaða olíu afgreiddri með olíubíl á tæki / vinnuvél ef magn er undir 200 ltr er 5.900 kr.
- Afgreiðslugjald fyrir litaða olíu afgreiddri með olíubíl á tæki / vinnuvél ef magn er 200 ltr eða meira er 5,0 kr pr ltr.
- Verð á litaðri olíu afgreiddri með olíubíl á tæki / vinnuvél er 12,40 kr hærra en hefðbundið listaverð.
- Verð á eldsneyti sem afgreitt er með sértækri dreifingu er 12,40 kr. hærri en hefðbundið listaverð.
Áskrift
Hægt er að óska eftir föstum áfyllingu með reglulegum hætti t.d daglega, á mánudögum, annan hvern mánuð. Áskriftir henta þeim best sem hafa tiltölulega jafna notkun. Áskrift er stofnuð niður á einstök tæki eða tank en hafi þrisvar verið reynt að afgreiða tækið án árangur t.d. vegna þess að tækið hefur ekki verið notað fellur áskriftin niður. Leitast er við að afgreiða áskriftir á svipuðum tíma sólarhringsins þangað sem er farið daglega. Tilkynna skal dreifingarskrifstofu ef hætta á áskrift.
Dæling á smurolíum:
Smurolíudæling úr tunnum og tönkum.
Dælingargjald er 24.700 kr.
Afgreiðsla á skráð ökutæki
Ekki er afgreidd gasolía beint af bíl á skráð ökutæki nema lituð olía á vinnusvæðum í undantekningartilfellum.
Hér getur þú séð öll þjónustusvæði og upplýsingar um afgreiðsludaga á litaðri gasolíu á tanka og tæki
Olíuafgreiðslubúnaður
Leiga á nýjum og notuðum olíutönkum, olíukerrum og gasolíudælum, slöngum og byssum. Sjá nánari upplýsingar hér.
Afgreiðsla utan þjónustuskilgreiningar
Hægt er að fá olíu afgreidda samdægurs þar sem boðið er upp á afgreiðslu alla virka daga gegn flýtiafgreiðslu 7.648 kr. það er þó takmörkunum háð, pöntun þarf að berast fyrir hádegi. Á öðrum svæðum er það hægt í undantekningartilfellum ef olíubíll á eftir að koma að viðkomandi afgreiðslustað og hefur eldsneyti til að verða við afgreiðslu
Afgreitt er utan skilgreinds afgreiðslutíma eða skilgreindra afgreiðsludaga um allt land gegn aukagjaldi.
- Afgreiðsla utan þjónustutíma 41.745 kr.
Afgreitt er utan skilgreinds afgreiðslutíma eða skilgreindra afgreiðsludaga um allt land gegn aukagjaldi (afgreitt á skip/iðnað).
- Afgreiðsla utan þjónustutíma, 21:00-23:00 83.490 kr.
- Afgreiðsla utan þjónustutíma, 00:00-04:00 125.230 kr.
Fáðu tilboð í þín viðskipti
Vinsamlegast fylltu út formið og þjónustufulltrúi hefur samband við þig við fyrsta tækifæri.