Nesti
Nesti á N1
Ferskt og fjölbreytt Nesti bíður þín hvert sem þú ferð um landið. Við tökum vel á móti þér með nýbökuðu og ilmandi bakkelsi, matarmiklum salötum , litríkum söfum og frískandi boozti frá Ísey Skyr barnum og eðal kaffidrykkjum sem þú getur gripið með þér eða notið hjá okkur í rólegheitum.
Þú færð nesti um allt land
N1 Nesti Ártúnshöfða • N1 Nesti Bíldshöfða • N1 Nesti Háholti • N1 Nesti Borgartúni • N1 Nesti Fossvogi • N1 Nesti Gagnvegur • N1 Nesti Stórahjalla • N1 Nesti Lækjargötu • N1 Nesti Hringbraut • N1 Nesti Akranes • N1 Nesti Borgarnesi • N1 Nesti Staðarskála • N1 Nesti Blönduósi • N1 Nesti Hörgárbraut • N1 Nesti Húsavík • N1 Nesti Egilsstöðum • N1 Nesti Höfn • N1 Nesti Hvolsvelli • N1 Nesti Selfossi • N1 Nesti Leiran • N1 Nesti Sauðárkrókur • N1 Nesti Vestmannaeyjar
Sjá kort
Kaffi og bakkelsi
Hjá okkur bíður þín ilmandi, nýlagað kaffi og glænýtt bakkelsi, bakað á staðnum á hverjum morgni. Við bjóðum upp á úrval af gómsætu brauðmeti og freistandi sætabrauði og með því velur þú eftirlætis kaffidrykkinn þinn. Nú er tími til að njóta!
Svalandi boost
Booztin og safarnir okkar koma frá Booztbarnum og eru gerðir úr fyrsta flokks hráefni þar sem áhersla er lögð á sýnileika vörunnar. Ástríða og endalaus metnaður er lagður í að koma eins miklu af hollustu í drykkinn þinn og hægt er og það finnst í hverjum frískandi sopa.
Heitar og seðjandi súpur
Kjúklingasúpa, gúllassúpa eða kjötsúpa? Þú velur þitt uppáhald og borðar á staðnum eða tekur með þér. Auk þess að vera bráðhollar eru súpurnar okkar bæði ljúffengar og seðjandi. Einfaldlega eðalnæring!
Engin hlaup út í misjöfn veður
Það er þægilegt að versla í Nesti HF. Maður situr kyrr í bifreiðinni og lætur rétta sér umbeðna vöru. Engin hlaup út í misjöfn veður. Engar áhyggjur af stöðumælum. Þannig hefst textinn úr einni af gömlu auglýsingum fyrir Nesti. Þessi gamli auglýsingatexti sýnir vel hversu margar nýjungar sem við teljum sjálfsagðar í dag komu til landsins með opnun nestis árið 1957. Við nýtum allt þetta forskot og alla þessa reynslu til að taka vel á móti þér í dag, hvort sem þú vilt koma inn í hlýjuna eða sitja kyrr í bifreiðinni.
