Nesti á N1

Ferskt og fjölbreytt Nesti bíður þín hvert sem þú ferð um landið. Við tökum vel á móti þér með nýbökuðu og ilmandi bakkelsi, matarmiklum salötum , litríkum söfum og frískandi boozti frá Booztbarnum og eðal kaffidrykkjum sem þú getur gripið með þér eða notið hjá okkur í rólegheitum.

Svalandi boost

Booztin og safarnir okkar koma frá Booztbarnum og eru gerðir úr fyrsta flokks hráefni þar sem áhersla er lögð á sýnileika vörunnar. Ástríða og endalaus metnaður er lagður í að koma eins miklu af hollustu í drykkinn þinn og hægt er og það finnst í hverjum frískandi sopa.

Þú færð nesti um allt land

N1 Nesti Ártúnshöfða • N1 Nesti Bíldshöfða • N1 Nesti Háholti N1 Nesti Borgartúni • N1 Nesti Fossvogi • N1 Nesti Stórahjalla N1 Nesti Lækjargötu • N1 Nesti Hringbraut • N1 Nesti Borgarnesi • N1 Nesti Staðarskála • N1 Nesti Blönduósi • N1 Nesti Egilsstöðum • N1 Nesti Hvolsvelli • N1 Nesti Selfossi

Sjá kort

Gómsætir grautar og veganréttir

Grautarnir okkar eru stútfullir af hollustu og bragðgóð næring sem stendur með þér í marga klukkutíma. Við bjóðum líka upp á fyrirtaks Veganrétti sem veita vellíðan og hamingju. Prófaðu Veganborgarann okkar og láttu þér líða extra vel.

Kaffi og bakkelsi

Hjá okkur bíður þín ilmandi, nýlagað kaffi og glænýtt bakkelsi, bakað á staðnum á hverjum morgni. Við bjóðum upp á úrval af gómsætu brauðmeti og freistandi sætabrauði og með því velur þú eftirlætis kaffidrykkinn þinn. Nú er tími til að njóta!

Sjóðheitt af grillinu

Skelltu þér á hamborgara, pizzu, samloku eða annan sjóðheitan rétt af grillinu okkar þegar þig langar í eitthvað fljólegt, bragðgott og djúsí. Sérvalið hráefni og metnaður við eldamennskuna skila sér í hverjum einasta bita.

Heitar og seðjandi súpur

Kjúklingasúpa, grænmetissúpa eða kjötsúpa? Þú velur þitt uppáhald og borðar á staðnum eða tekur með þér. Auk þess að vera bráðhollar eru súpurnar okkar bæði ljúffengar og seðjandi. Einfaldlega eðalnæring!

Engin hlaup út í misjöfn veður

Það er þægilegt að versla í Nesti HF. Maður situr kyrr í bifreiðinni og lætur rétta sér umbeðnavöru. Engin hlaup út í misjöfn veður. Engar áhyggjur af stöðumælum. Þannig hefst textinn úr einni af gömlu auglýsingum fyrir Nesti. Þessi gamli auglýsingatexti sýnir vel hversu margar nýjungar sem við teljum sjálfsagðar í dag komu til landsins með opnun nestis árið 1957. Við nýtum allt þetta forskot og alla þessa reynslu til að taka vel á móti þér í dag, hvort sem þú vilt koma inn í hlýjuna eða Sitja kyrr í bifreiðinni.