Orkugjafar

VLO

VLO er skammstöfun fyrir Vetnismeðhöndluð Lífræn Olía (e. Hydrotreated Vegetable Oil) sem er blandað saman við díselolíu N1 sem hlutfall af seldu magni í samræmi við tilskipanir Evrópusambandsins og lög frá Alþingi 27. mars 2013. Þetta hlutfall VLO í díselolíu skilar 5% minni óendurkræfum koltvísýringsútblæstri díselbíla.

*algengasta sjálfsafgreiðsluverðið

Metan

Metan CH4 er lofttegund sem m.a. myndast á urðunarstöðum sorps við niðurbrot á lífrænum úrgangi. Hérlendis er metangasi safnað saman á urðunarstað höfuðborgarsvæðisins í Álfsnesi sem blöndu af metani (55%), koldíoxíði (42%) og öðrum lofttegundum (3%).

Þjónustustöð N1 á Bíldshöfða 2 í Reykjavík er með áfyllingarstöð fyrir Metan.

 

Bensín 95 oktan E10

Frá og með 15. apríl 2023 skiptir N1 úr bensíni 95 E5 yfir í nýtt staðlað gæðabensín 95 E10. N1 selur eingöngu bensín sem stenst nýjustu kröfur um umhverfisvernd og jafnframt þær kröfur sem ýmis samtök framleiðenda bensínvéla gera. Bensínið uppfyllir allar kröfur ÍST EN 228.

 

Nánari upplýsingar um 95 E10

Dísel

Díselolía sem N1 selur uppfyllir allar kröfur ÍST EN 590 ásamt kröfum um kuldaþol við íslenskar aðstæður..