Helstu niðurstöður aðalfundar N1 hf.

28. mars 2014

Helstu niðurstöður aðalfundar N1 hf.

Aðalfundur N1 hf. var haldinn þann 27. mars 2014 klukkan 16:00 á Hilton Reykjavík Nordica.
Allar tillögur sem lágu fyrir fundinum voru samþykktar samhljóða en þær voru eftirfarandi:


1. Fundurinn samþykkti ársreikning stjórnar fyrir árið 2013.

2. Samþykkt var að arður yrði greiddur til hluthafa að fjárhæð kr. 1.650.000.000,- vegna rekstrarársins 2013 og fyrri ára, eða kr. 1,65 fyrir hverja krónu af nafnverði hlutafjár í félaginu. Arðurinn verður greiddur til hluthafa 28. apríl 2014. Síðasti viðskiptadagur þar sem arður fylgir bréfunum er 27. mars 2014 og arðleysisdagur því 28. mars 2014. Arðsréttindadagur er 1. apríl 2014, sem þýðir að arður greiðist þeim sem skráðir eru í hlutaskrá N1 hf. hjá verðbréfaskráningu Íslands í lok dags 1. apríl 2014.

3. Eftirfarandi aðilar voru kjörnir í stjórn félagsins:

Aðalmenn

1. Guðmundur Arnar Óskarsson, kennitala: 041074-3379
2. Helgi Magnússon, kennitala: 140149-4119
3. Kristín Guðmundsdóttir, kennitala: 270853-7149
4. Margrét Guðmundsdóttir, kennitala: 160154-2419

Varamenn
1. Herdís Dröfn Fjeldsted, kennitala: 210971-4329
2. Kristján Ágústson, kennitala: 010572-5769

4. Endurskoðunarfirmað Ernst & Young var kjörið til að vera áframhaldandi endurskoðandi félagsins fyrir rekstrarárið 2014.

5. Samþykkt var að þóknun stjórnarmanna, varastjórnar og undirnefnda stjórnar verði óbreytt frá fyrra ári.

6. Samþykkt var að starfskjarastefna frá fyrra ári verði óbreytt.

7. Eftirfarandi tillaga stjórnar um heimild til kaupa á eigin hlutum var samþykkt:
„Stjórn N1 hf. leggur til við aðalfund félagsins sem haldinn verður 27.mars 2014, að stjórn félagsins verði veitt heimild til kaupa á eigin hlutum, allt að 10% af heildarhlutafé þess. Komi til kaupa á eigin hlutum á grundvelli þessarar heimildar skal á næsta hluthafafundi eftir beitingu heimildarinnar færa niður eigin hluti sem félagið hefur eignast í sjálfu sér með formlegri lækkun hlutafjár. Öllum hluthöfum félagsins skal boðið að selja hlutfallslega af eignarhlut sínum í félaginu, en kjósi einhver hluthafi ekki að neyta réttar síns að þessu leyti, þá eykst hlutur annarra sem því nemur. Heimild þessi stendur í 12 mánuði frá samþykkt hennar. Stjórn er veitt umboð til þess að útfæra nánar hvort og hvernig heimildinni verður beitt, en skal tryggja algjört jafnræði á milli hluthafa, ef til kemur.“

Nýkjörin stjórn skipti með sér verkum á stjórnarfundi í kjölfar aðalfundarins með þeim hætti að Margrét Guðmundsdóttir var kjörin stjórnarformaður og Helgi Magnússon varastjórnarformaður. 

  • Ársskýrsla N1 2013  (pdf)
  • Kynning aðalfundar 2014 (.pdf)
  • Tilkynning um niðurstöður aðalfundar 27. mars 2014 (.pdf)