25. ágúst 2014
Birting uppgjörs 2. ársfjórðungs
N1 hf. birtir uppgjör sitt fyrir 2. ársfjórðung ársins 2014, fimmtudaginn 28. ágúst 2014. Kynningarfundur verður haldinn fyrir hluthafa, föstudaginn 29. ágúst, á Dalvegi 10 - 14 í Kópavogi. Kynningin hefst kl. 08:30.
Eggert Benedikt Guðmundsson forstjóri N1 og Eggert Þór Kristófersson framkvæmdastjóri fjármálasviðs N1 munu kynna afkomu félagsins og svara spurningum.
Kynningarefni vegna fundarins verður hægt að nálgast á Fjárfestasíðu N1 að fundi loknum.