Afkoma N1 á öðrum ársfjórðungi

31. ágúst 2014

Afkoma N1 á öðrum ársfjórðungi

Helstu niðurstöður:

  • Rekstrartekjur voru 15.679 m.kr. samanborið við 14.941 m.kr. á öðrum ársfjórðungi 2013.
  • Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 794 m.kr. (2F2013: 287 m.kr.).
  •  Heildarhagnaður á öðrum ársfjórðungi nam 483 m.kr. (2F2013: 82 m.kr.).
  • Framlegð af vörusölu skiptist þannig að um 55% (2F2013: 54%) er vegna sölu á eldsneyti og 45% (2F2013: 46%) vegna sölu annarra vara.
  •  Í lok tímabilsins var eigið fé 13,9 ma.kr. og eiginfjárhlutfall 51,1%.
  • Vaxtaberandi skuldir voru samtals 7,0 ma.kr.
  • Handbært fé frá rekstri á fyrstu 6 mánuðum ársins var neikvætt um 344 m.kr. en jákvætt um 1.143 m.kr. á fyrri árshelmingi 2013.
  • Meðalfjöldi stöðugilda var 570 á öðrum ársfjórðungi samanborið við 616 á öðrum ársfjórðungi 2013.
  • Veltuhraði birgða var 11,5 á öðrum ársfjórðungi samanborið við 9,3 á öðrum ársfjórðungi 2013.

Reksturinn á öðrum ársfjórðungi 2014

Rekstur félagsins var í samræmi við áætlanir á öðrum ársfjórðungi og var EBITDA/framlegð 29,6%, en 13,0% á öðrum ársfjórðungi 2013. Við birtingu 2F2013 var farið yfir að gengisþróun og þróun á olíuverði hefði verið félaginu mjög óhagstæð í apríl 2013, sem hafði afgerandi áhrif á afkomuna. Áhrif gengisþróunnar og þróunar á olíumörkuðum voru minni á framlegð 2F2014.

Atburðir eftir reikningsskiladag

Í maí tók félagið kauptilboði í fasteignina að Ægisíðu 102 og áætlað var að starfsemi að Ægisíðu yrði hætt á haustmánuðum. Vafi er á að kaupin gangi eftir og líklegt að starfsemi á Ægisíðu verði áfram að óbreyttu.
Nánari upplýsingar veita Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri, (e@n1.is) og Eggert Þór Kristófersson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, (eggert@n1.is).

Nánar um afkomu N1 á 2. ársfjórðungi (.pdf)

Uppgjörskynning (.pdf)

Árshlutareikningur (.pdf)