Afkoma N1 á 3. ársfjórðungi

25. nóvember 2014

Afkoma N1 á 3. ársfjórðungi

Vörusala á 3. ársfjórðungi var 18.271 m.kr. og jókst framlegðin um 1,1% og jókst EBITDA  um 7,8% á 3. ársfjórðungi miðað við sama tímabil árið á undan.Framlegð af vörusölu skiptist þannig að um 59% er vegna sölu á eldsneyti og 41% vegna sölu annarra vara.

 

Heildarhagnaður á 3. ársfjórðungi nemur því  um 932 m.kr. Eigið fé var 14,8 ma.kr. og eiginfjárhlutfall 52,0% en vaxtaberandi skuldir voru samtals 6,7 ma.kr. í lok 3. ársfjórðungs. Hreinar vaxtaberandi eignir voru samtals 2,3 ma.kr.