Aðalfundur N1 hf. 2014 – Endanleg dagskrá og tillögur

21. mars 2014

Aðalfundur N1 hf. 2014 – Endanleg dagskrá og tillögur

Aðalfundur N1 hf. verður haldinn fimmtudaginn 27. mars 2014 klukkan 16:00 á Hilton Reykjavík Nordica.

Dagskrá fundarins:

  1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu starfsári.
  2. Skýrsla forstjóra og ársreikningur kynntur.
  3. Staðfesting ársreiknings fyrir síðastliðið reikningsár og tekin ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað félagsins.
  4. Ákvörðun tekin um greiðslu arðs vegna rekstrarársins 2013.
  5. Stjórnarkjör.
  6. Kjör endurskoðanda eða endurskoðunarfirma.
  7. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna, varastjórnar og undirnefnda stjórnar.
  8. Tillaga að starfskjarastefnu félagsins.
  9. Tillaga um að heimila félaginu kaup á eigin hlutabréfum.
  10. Önnur mál löglega upp borin.

Tillögur:

  • a) Ársreikningur (liður 3)
    Stjórn leggur til að ársreikningur fyrir árið 2013 verði samþykktur.
  • b) Arðgreiðsla (liður 4)
    Stjórn leggur til að arður verði greiddur til hluthafa að fjárhæð kr. 1.650.000.000 vegna rekstrarársins 2013 og fyrri ára, eða kr. 1,65 fyrir hverja eina krónu af nafnverði hlutafjár í félaginu. Arðurinn verður greiddur til hluthafa 28. apríl 2014. Síðasti viðskiptadagur þar sem arður fylgir bréfunum er 27. mars 2014 og arðleysisdagur því 28. mars 2014. Arðsréttindadagur er 1. apríl 2014, sem þýðir að arður greiðist þeim sem skráðir eru í hlutaskrá N1 hf. hjá Verðbréfaskráningu Íslands í lok dags 1. apríl 2014.
  • c) Kjör endurskoðanda (liður 6)
    Stjórn leggur til að endurskoðunarfirmað Ernst & Young sjái áfram um endurskoðun á ársreikningi félagsins vegna rekstrarársins 2014.
  • d) Þóknun til stjórnar (liður 7)
    Stjórn leggur til að þóknun til stjórnarmanna, varastjórnar og undirnefnda stjórnar verði óbreytt frá fyrra ári.
  • e) Starfskjarastefna (liður 8)
    Stjórn leggur til að starfskjarastefna frá fyrra ári verði óbreytt.
  • f) Kaup á eigin bréfum (liður 9)
    Stjórn N1 leggur til að eftirfarandi tillaga verði samþykkt:
    „Stjórn N1 hf. leggur til við aðalfund félagsins sem haldinn verður 27. mars 2014, að stjórn félagsins verði veitt heimild til kaupa á eigin hlutum, allt að 10% af heildarhlutafé þess. Komi til kaupa á eigin hlutum á grundvelli þessarar heimildar skal á næsta hluthafafundi eftir beitingu heimildarinnar færa niður eigin hluti sem félagið hefur eignast í sjálfu sér með formlegri lækkun hlutafjár. Öllum hluthöfum félagsins skal boðið að selja hlutfallslega af eignarhlut sínum í félaginu, en kjósi einhver hluthafi ekki að neyta réttar síns að þessu leyti, þá eykst hlutur annarra sem því nemur. Heimild þessu stendur í 12 mánuði frá samþykkt hennar. Stjórn er veitt umboð til þess að útfæra nánar hvort og hvernig heimildinni verður beitt, en skal tryggja algjört jafnræði á milli hluthafa, ef til kemur.“

Aðrar upplýsingar:
Samkvæmt 63. gr. a. hlutafélagalaga nr. 2/1995 ber að tilkynna um framboð til stjórnar skriflega með minnst fimm sólarhringa fyrirvara fyrir aðalfund, eða fyrir kl. 16:00 laugardaginn 22. mars 2014. Framboðum skal skila á skrifstofu N1 hf., Dalvegi 10-14, Kópavogi eða á netfangið hluthafar@n1.is. Upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar verða birtar eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfund.

Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent frá klukkan 15:30 á aðalfundardegi.

Stjórn N1 hf.