Yfirlýsing í loftlagsmálum

30. júní 2016

Yfirlýsing í loftlagsmálum

Með undirritun yfirlýsingar um loftlagsmál í Höfða síðastliðin nóvember, skuldbatt N1 sig til að setja sér markmið og fylgja þeim eftir með aðgerðum sem miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, minnka myndun úrgangs og birta niðurstöður þeirra með reglubundnum hætti.

Í stórum dráttum ætlar N1 að kolefnisjafna allt flug starfsmanna og notkun eigin bíla. Ásamt því að draga úr óflokkuðum úrgangi um 2% á ári til ársins 2020 og að 2030 verði 90% af öllu sorpi N1 flokkað. Til að það náist þarf að grípa til margskonar aðgerða í starfseminni. Í byrjun mánaðar birti N1 fyrstu GRI G4 skýrslu sína og ætlar árlega að gefa út til hvaða aðgerða hefur verið gripið og árangur sem af þeim hlýst í samkvæmt viðmiðum GRI með ársskýrslu N1 frá og með 2017.