WOW opnanir hjá N1

23. júní 2015

WOW opnanir hjá N1

N1 hefur í samstarfi við WOW ákveðið að lengja opnunartímann á nokkrum N1 stöðvum á meðan á WOW cyclothon stendur.
Hjá okkur er gott að fylla á bensíntankinn, nýta sér þægilega salernisaðstöðu og velja sér eitthvað gómsætt að borða. Ef keppendur eru á mikilli hraðferð má hafa samband við eftirfarandi stöðvar áður en komið er á svæðið til að allt gangi hratt og örugglega fyrir sig. 
Tvær N1 stöðvar verða opnar allan sólarhringinn á meðan liðin hjóla framhjá en það eru N1 í Staðarskála og N1 á Blönduósi.

WOW cyclothon er hjólreiðakeppni þar sem hjólað er í kringum ísland og áheitum safnað til styrktar uppbyggingar Batamiðstöðvar á Kleppi.

Svona er opnunartíminn: 

Borgarnes: 07:30-01:00 ca. (23.6 -24.6)  Sími: 440-1333

Staðarskáli:  Opið allan sólahringinn Sími:  440-1336

Blönduós: Opið allan sólahringinn (24.6). Sími: 467-1010

Akureyri – leiruvegur : 07:30-23:30 Sími: 461-3414

Egilsstaðir: 08:00-23:00 (24.6)  Sími: 440-1450

Hvolsvöllur: 08:00 -23:00 Sími: 487-8197

Selfoss: 06:00-23:30 (25.6) 482-1005

 

Á mynd má sjá hluta af þeim sem hjóla fyrir hönd N1 í keppninni