WOW Cyclothon 2019
WOW Cyclothon er hjólreiðakeppni þar sem hjólað er í kringum ísland og áheitum safnað til styrktar ákveðins málefnis. Að þessu sinni er styrktarmálefnið Reykjadalur en þar rekur Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra sumar- og helgardvalarstað fyrir fötluð börn og ungmenni. Keppnin hefst 25. júní og lýkur 29. júní.
Í ár munu Festi, N1 og Krónan sameina krafta sína og keppa í WOW Cyclothon undir nafninu KEN. Fyrirtækin verða með tvö 10 manna lið og keppa í B flokki, undir nöfnunum KEN 1 og KEN 2. Liðin eru blönduð, þar sem bæði konur og karlar taka þátt.
N1 lengir opnunartímann á nokkrum N1 stöðvum á meðan á WOW cyclothon stendur. Girnileg tilboð á veitingum verða fyrir keppendur ásamt því geta keppendur fyllt á bensíntankinn og nýtt sér þægilega salernisaðstöðu. Ef keppendur eru á mikilli hraðferð má hafa samband við flestar af eftirfarandi stöðvum áður en komið er á svæðið til að allt gangi hratt og örugglega fyrir sig.
Opnunartímar N1 þjónustustöðva og umboðsaðila:
Borgarnes: 19:30 - 01:00 (26.06 - 27.06) Sími: 440 1333
Staðarskáli: 23:00 - 04:00 (26.06 - 27.06) Sími: 440 1336
Blönduós: 02:00 - 08:00 (27.06) Sími: 440 1339
Akureyri v/ Leiruveg: 05:30 - 23:30 (27.06) Sími: 461 3414
Egilsstaðir: 07:30 - 23:30 (27.06) Sími: 440 1450
Höfn: 08:00 - 23:30 (28.06) Sími: 478 1940
Kirkjubæjarklaustur (umboðsaðili): Sjálfsafgreiðsla (28.06) Sími: 487 4628
Vík (umboðsaðili): 08:00 - 22:00 (28.06) Sími: 487 1230
Hvolsvöllur: 07:00 - 23:00 (28.06) Sími: 487 8197
Selfoss: 07:00 - 23:30 (28.06) Sími: 482 1005
KEN 1 - Heita á lið hér
KEN 2 - Heita á lið hér
Fyrir þá sem vilja fylgjast með liðunum á snapchat þá er heitið TEAM NESTI
Á instagram heita liðin #ken1wow2019
Hér er hægt að fylgjast með liðunum - https://www.siminn.is/lendingarsidur/wowcyclothon