Vörur frá ASOS á 7 þjónustustöðvum N1

28. febrúar 2020

Vörur frá ASOS á 7 þjónustustöðvum N1

N1 hefur hafið afhendingar á vörum frá bresku netversluninni ASOS á sjö þjónustustöðvum N1. Viðskiptavinir geta valið á hvaða þjónustustöð N1varan verður afhent og er þá jafnvel hægt að sækja pakkann hvenær sem er sólarhringsins. N1 hefur samið við Dropp, en það er nýtt fyrirtæki sem sér um afhendingar á vörum fyrir netverslanir, og TVG Xpress sem sér um sendingar frá ASOS og fleiri netverslunum og hefur þessi þjónusta þegar slegið í gegn hjá viðskiptavinum. Hægt er að fá vörurnar afhentar á þjónustustöðvum N1 á Hringbraut, Ártúnshöfða, Lækjargötu í Hafnarfirði, Háholti, Fossvogi, Borgartúni og Skógarseli.

 

Við höfum orðið vör við mikla ánægju með þessa nýjung, bæði á afhendingu á vörum frá ASOS og ekki síður frá ELKO. Nú vinnum við í því að fjölga afhendingarstöðum á landsbyggðinni, en við viljum vanda til verka til að geta boðið nákvæmlega sömu þjónustu um land allt,“ segir Jón Viðar Stefánsson, rekstrarstjóri þjónustöðva N1.

 

Að sögn Hannesar Alfreðs Hannessonar, forstöðumanns TVG Xpress hefur vöxtur í sendingum frá ASOS verið gífurlegur.

 

Frá því að við hófum að þjónustu ASOS árið 2016 hefur umfangið aukist um 300%. Við erum að þjónusta fjölda netverslana en miðað við fjölda sendinga verður að teljast líklegt að þessi breska netverslun sé ein vinsælasta fataverslunin á Íslandi í dag. Við höfum leitað leiða til að sinna þessum aukna fjölda og með samstarfi við Dropp og N1 teljum við að nú sé komin frábær lausn fyrir viðskiptavini til að nálgast vörurnar,“ segir Hannes.

 

Hrólfur Andri Tómasson, framkvæmdastjóri Dropp, segir ljóst að þörf sé á þessari nýju þjónustu.

 

Með því að sækja vörurnar á þjónustustöðvar N1 geta viðskiptavinir nálgast sendingar þegar þeim hentar og þurfa ekki að vera heima á ákveðnum tíma til að taka á móti heimsendingu. Flestir íbúar á höfuðborgarsvæðinu keyra framhjá þjónustustöðvum N1 daglega og þurfa því ekki að leggja lykkju á leið sína til að sækja sendingarnar,“ segir Hrólfur.

 

Hér má fá nánari upplýsingar um þessa þjónustu hér.