Vinningshafi ánægð með hraðhleðslustöðina í Borgarnesi

29. maí 2015

Vinningshafi ánægð með hraðhleðslustöðina í Borgarnesi

Að þessu sinni var það hún Sigríður Margrét Guðmundsdóttir sem dregin var út úr pottinum og vann 30.000 N1 punkta inn á nýja N1 kortið sitt. Sigríður Margrét er búsett á Borgarnesi og var að sjálfsögðu hæstánægð með vinninginn. Hún sagðist samt ekki geta notað þessa N1 punkta til þess að kaupa sér eldsneyti þar sem hún á rafbíl og fyllir hún frítt á bílinn sinn á hraðhleðslustöðinni okkar á Borgarnesi.

Sigríður segist samt koma til með að nýta þessa N1 punkta þegar hún fær sér kaffi og með því með fjölskyldunni á meðan hún bíður í 20-30 mínútur eftir því að bíllinn hennar verði fullhlaðinn og hún getur haldið áfram ferð sinni. 

Við óskum Sigríði innilega til hamingju með vinninginn. 

Viltu þú einnig eiga möguleika á að detta í lukkupottinn?

Já takk mig langa í N1 kortið og eiga möguleika á að vinna 30.000 N1 punkta

Ég á N1 kort en mig langar til þess að komast í pottinn og vinna 30.000 N1 punkta.