Villa í samskiptum við Reiknistofu bankanna

24. mars 2017

Villa í samskiptum við Reiknistofu bankanna

Villuboð hjá Reiknistofu bankanna (RB) urðu þess valdandi að í einstaka tilvikum gætu heimildir af kortum viðskiptavina ekki hafa bakfærðar samstundis aftur þegar eldsneyti var dælt á fimmtudagskvöld og fram á föstudagsmorgun. Vinna stendur yfir við að greina villuboðin og tryggja að þetta muni ekki endurtaka sig.  

Heimildarfærslur eru alla jafna bakfærðar sjálfkrafa á sama augnabliki og sjálf salan fer fram en í þessum einstaka tilfellum getur orðið töf á bakfærslunni sem getur numið allt að 3 dögum ef ekki er haft samband við viðskiptabanka viðkomandi til að flýta fyrir ferlinu.  Eingöngu viðskiptabanki viðkomandi getur fellt niður heimildarfærsluna, þannig að hafa þarf samband við bankann til að láta laga færsluna.  Þjónustuver N1 getur einnig tekið það að sér á fyrsta virka degi eftir að slíkt gerist, ef haft er samband við starfsmenn þjónustuversins. 

Í sinni einföldustu mynd má útskýra hvað gerist með eftirfarandi hætti. Við upphaf dælingar velur viðskiptavinur tiltekna upphæða á sjálfsala,  t.d 10.000 krónur. Þá er viðskiptavinur í raun að óska eftir 10.000 króna heimild á kortinu til viðskiptabanka síns. Viðskiptavinur dælir hins vegar eldsneyti fyrir lægri upphæð, t.d 5.000 krónum. Við þessar aðstæður á tölvukerfi milli kortafyrirtækis og viðskiptabanka að bakfæra heimild upp á 10.000 krónur og sækja um heimild fyrir 5.000 krónur. Vandamálið í kerfum RB snýr að niðurfellingu á upphaflegu heimildinni, en í örfáum tilfellum er hún ekki felld niður. Í þeim tilvikum  þar sem viðskiptavinur er með debetkort, er upphaflega fjárhæðin færð á biðreikning í banka og þess vegna ekki aðgengileg eiganda fyrr en hún er felld niður handvirkt.

Starfsfólk N1 biður þá viðskiptavini sem mögulega lentu í slíku innilegrar velvirðingar á þeim óþægindum sem þessi atvik gætu hafa skapað.