17. mars 2016
N1 styður áfram við bakið á Víking Ólafsvík
Í dag undirrituðu N1 og Víkingur Ólafsvík áframhaldandi 3 ára samning þess eðlis að vera aðal styrktaraðili Ólafsvíkinga næstu 3 árin. N1 hefur verið dyggur stuðningsaðili undanfarin ár.
,,Það skiptir okkur hjá N1 miklu máli að styðja og styrkja við félög á landsbyggðinni, og höfum við átt ánægjulegt samstarf við Víking undanfarin ár." segir Eggert Þór Kristófersson forstjóri N1 en Eggert ásamt Jónasi Gesti Jónssyni formanni knattspyrnudeildar Víkings undirrituðu samninginn í dag.
Við þetta tilefni samdi Víkingur Ólafsvík jafnframt við knattspyrnumennina fyrir komandi tímabil í Pepsi-deildinni þá Alfreð Már Hjaltalín, Einar Hjörleifsson sænska vinstri bakvörðinn Pontus Nordenberg
Við þetta tilefni samdi Víkingur Ólafsvík jafnframt við knattspyrnumennina fyrir komandi tímabil í Pepsi-deildinni þá Alfreð Már Hjaltalín, Einar Hjörleifsson sænska vinstri bakvörðinn Pontus Nordenberg