Viðtal við Steinunni Björk Eggertsdóttur, vörustjóra veitinga hjá N1

25. október 2019

Íslenska kjötsúpan í uppáhaldi hjá bílstjórunum

Dagurinn byrjar snemma hjá N1 Nestisstöðvunum. Starfsfólkið tekur vel á móti bílstjórum í fyrsta stoppi dagsins og býður upp á rjúkandi heitt kaffi, nýbakað bakkelsi og rúnstykki. Í hádeginu er fjölbreyttur matur í boði.

 

Þegar fólk kemur inn á N1 Nesti getur það gripið með sér kaffi og með því í vinnuna eða sest niður í rólegheitum á staðnum. „Lögð er áhersla á holla og góða vöru til að koma til móts við kröfur viðskiptavina. Hvað er notalegra en að fá sér eftirlætis kaffidrykkinn og freistandi sætabrauð eða brauðmeti í byrjun dagsins?,“ segir Steinunn Björk Eggertsdóttir, vörustjóri veitinga, og bætir við að uppáhald bílstjóranna sé íslenska kjötsúpan, sérbakað vínarbrauð og ylvolgir ástarpungar í Staðarskála. „Gamli kaffi uppáhellingurinn er líka alltaf á sínum stað,“ segir hún. 

 

Ferðalangar og atvinnubílstjórar geta fundið alls kyns góðan mat á ferð sinni um landið. N1 Nesti er víða um landið. Frá Borgarnesi austur að Hvolsvellir er hægt að velja um matarmiklar súpur, til dæmis kjötsúpu, kjúklinga-, eða gúllassúpu eða annað það sem hugurinn girnist. „Hefðbundinn grillmatur sem alltaf er vinsæll er sömuleiðis í boði á þessum stöðum þannig að úrvalið er fjölbreytt og allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hvort sem það er hamborgari, samloka eða pitsa þá er alltaf hægt að finna eitthvað gott í Nesti,“ upplýsir Steinunn.  

 

Hjá N1 Nesti í Borgarnesi, Staðarskála og á Egilsstöðum er boðið upp á hefðbundinn heimilismat ásamt súpu dagsins í hádeginu. Lögð er áhersla á sannkallaðan mömmumat, snitsel, kótilettur, fisk, lambakjöt eða aðra rétti sem íslendingar þekkja heiman frá sér. Lögð er áhersla á metnað í eldhúsinu. Ferskt og fjölbreytt Nesti bíður fólks hvert sem það fer um landið.

 

Ekki má gleyma söfum og frískandi boozti, drykkirnir eru allir gerðir úr fyrsta flokks hráefni. Sannarlega hollusta í amstri dagsins.

 

N1 Nesti tekur vel á móti viðskiptavinum sínum á veitingastöðum hringinn í kringum landið, eða frá Akranesi til Hvolsvallar. Á höfuðborgarsvæðinu, Hveragerði og Selfossi er boðið upp á fjölbreyttar kaffiveitingar, pylsur og einnig ís á flestum stöðvum. N1 Nesti er á 22 stöðum um landið.