Við styðjum stolt við Skallagrím

06. maí 2016

Við styðjum stolt við Skallagrím

Á dögunum skrifaði Páll Örn Líndal rekstarstjóri þjónustustöðva hjá N1 undir nýjan tveggja ára samning við Arnar Víðir Jónsson formann körfuknattleiksdeildar Skallagríms í Borgarnesi.

Við teljum okkur hafa ríka samfélagslega ábyrgð á landsbyggðinni og er Borgarnes þar ekki undanskilið en hjá N1 í Borgarnesi starfa á annan tug starfsmanna og starfsemi okkar því mikilvægur hluta af samfélagi bæjarins.

Við erum því stolt að fá áfram að styðja við bakið á Skallagrími, sem hefur löngum rekið eitt öflugasta körfuknattleiksstarf á landinu, og þannig leggja okkar af mörkum við að hlúa að íþróttauppbyggingu í Borgarbyggð.