30. janúar 2015
Við erum hluti af samfélaginu
Ýmis svið falla undir samfélagslega ábyrgð eins og umhverfismál, öryggismál, siðareglur og tengsl við samfélagið og er nú unnið því að skilgreina stefnuna. Samfélagsleg ábyrgð verður sífellt veigameiri þáttur í rekstri okkar hjá N1 og nær til allra þátta starfseminnar. Við erum hluti af samfélaginu.
Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri N1, hélt erindi um málefnið 29. janúar sl. í Hörpu á vegum Festa- miðstöð um samfélagslega ábyrgð og Samtaka atvinnulífsins. Eggert segir samfélagsábyrgð vera eitt af mikilvægustu verkefnum fyrirtækisins um þessar mundir. „Þetta er augljóst. Hagur samfélagsins er hagur okkar.“ Þetta snýst ekki um að haka í einhver box heldur þurfum við að tileinka okkur þessa hugsun í einu og öllu, segir Eggert.