Verkfall starfsfólks í Starfsgreinasambandinu

30. apríl 2015

Boðað verkfall starfsfólks í Starfsgreinasambandinu

Opnunartími á nokkrum N1 stöðvum breytist á hádegi 30. apríl vegna boðaðs verkfalls starfsfólks í verkalýðsfélögum innan Starfsgreinasambands Íslands . En hægt verður að nálgast eldsneyti í sjálfsafgreiðsludælum okkar um land allt. 

Opið eins og venjulega:

 • Allar stövðar á höfuðborgarsvæðinu
 • Allar stöðvar á Akureyri
 • Húsavík
 • Egilsstaðir
 • Höfn
 • Hveragerði

Breyting verður á opnunartíma á eftirfarandi stöðum: 

 • Akranes – LOKAÐ frá 12:00
 • Borgarnes – LOKAÐ frá 12:00
 • Staðarskáli – Opið til 20.00 
 • Ísafjörður – LOKAÐ frá 12:00
 • Blönduós – LOKAÐ frá 12:00
 • Sauðárkrókur – LOKAÐ frá 12:00
 • Hvolsvöllur – LOKAÐ frá 12:00
 • Selfoss –Opið til 20.00

 

Áhrif verkfalls á flutning eldsneytis: 

Boðuð verkföll hjá verkalýðsfélögum innan Starfsgreinasambands Íslands munu hafa áhrif á dreifingu eldsneytis til viðskiptavina N1.

Áhrifin verða nokkuð misjöfn eftir landshlutum.

Rétt er að taka það fram að boðuð verkföll munu engin áhrif hafa á starfsemina á höfuðborgarsvæðinu og suðurnesjum. Á öðrum landshlutum munu áhrif boðaðra aðgerða hafa áhrif á afgreiðslur til viðskiptavina, misjafnlega mikið eftir landshlutum.

Hægt er að hafa samband við þjonustuver N1 í síma 440-1100 eða n1@n1.is til þess að fá nánari upplýsingar.