Vel heppnað jólahlaðborð í Staðarskála
Hið árlega Jólahlaðborð Staðarskála var haldið mánudaginn 10 desember 2018 en þetta er í 32 skiptið sem jólahlaðborðið er haldið.
Fyrsta jólahlaðborð í Staðarskála var haldið 1986 og hefur það verið haldið árlega síðan þá. Þáverandi eigendur Staðarskála Magnús, Bára og Eiríkur ásamt fjölskyldum byrjuðu á þessari skemmtilegu hefð.
Jólahlaðborð Staðarskála er hefðbundið hlaðborð þar sem boðið er uppá Hamborgarahrygg, Hangikjöt, Purusteik og Lambakjöt ásamt nokkrum léttum forréttum og hefðbundnu meðlæti. Síðan má ekki gleyma eftirréttum og er möndlugrauturinn vinsælastur enda eru ávallt tveir möndlu vinningar fyrir þá sem finna möndluna.
Jólahlaðborð Staðarskála heimsækja heimamenn úr Hrútafyrði sem og nærsveitum, ásamt fasta gestum okkar, bílstjórum, gestum og gangandi. Mikil eftirvænting var meðal sveitunga með jólhlaðboðið okkar í ár eins og ávallt. Þar hittist fólk og spjalla yfir góðum jólamat fram eftir kvöldi og nýtur samverunnar. Það kom gestum og gangandi á ferðalagi skemmtilega á óvart að geta komið við og fengið jólahlaðborð og vakti það mikla ánægju og gleði.
Við þökkum öllum þeim sem komu kærlega fyrir dásamlega kvöldstund!
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá jólahlaðborðinu.