Vegna ummæla Hermanns Guðmundssonar

16. ágúst 2012

Vegna ummæla Hermanns Guðmundssonar

Vegna ummæla Hermanns Guðmundssonar fyrrverandi forstjóra N1 í fjölmiðlum í dag vill stjórn N1 koma eftirfarandi á framfæri:

Stjórn N1 telur mikilvægt að eðlileg samkeppni ríki á eldsneytismarkaði og telur að svo hafi verið.  Ljóst er að félögin á markaðnum hafa þurft að fara í gegnum endurskipulagningu sinna skulda, eins og fjölmörg fyrirtæki á Íslandi. Samkeppni við önnur olíufélög er mjög virk og hefur birst meðal annars undanfarið í háum tímabundnum afsláttum, aukinni þjónustu og afsláttum til neytenda í gegnum tryggðarkerfi. Stjórnin, í samvinnu við nýráðinn forstjóra, stjórnendur og starfsfólk um land allt, mun tryggja að fyrirtækið láti ekki sitt eftir liggja í áframhaldandi samkeppni og verði í fararbroddi heilbrigðra viðskiptahátta.
 
Af gefnu tilefni vill stjórnin árétta að farið er í einu og öllu að lögum og reglum í starfsemi félagsins.

F.h. stjórn N1 

Margrét Guðmundsdóttir
stjórnarformaður