Vegna fjölmiðlaumræðu undanfarinna daga

05. febrúar 2014

Vegna fjölmiðlaumræðu undanfarinna daga

Vegna fjölmiðlaumræðu undanfarinna daga um aðkomu lífeyrissjóða að rekstri fyrirtækja vill stjórn N1 hf. taka fram að starfskjör æðstu stjórnenda félagsins eru áþekk því sem gerist hjá sambærilegum fyrirtækjum á Íslandi. Umræðan hefur hins vegar á tíðum verið villandi. Launatölur, sem nefndar hafa verið, eru rangar. Engir kaupréttarsamningar eru í gildi hjá N1 hf. Kaupaukar eru aðeins greiddir að uppfylltum mjög ströngum skilyrðum um árangur. Innan skamms verður birtur ársreikningur félagsins fyrir árið 2013, þar sem líta má raunveruleg kjör stjórnenda félagsins.

Virðingarfyllst,

Margrét Guðmundsdóttir
Stjórnarformaður N1 hf.