Vegabréfaleikur N1

09. júní 2011

Vegabréfaleikur N1

Vegabréfaleikurinn hefst formlega í dag, fimmtudaginn 9. júní. Leikurinn gengur út á það að safna stimplum í Vegabréf N1 en þessi leikur hefur verið mjög vinsæll í gegnum árin. Við hvetjum viðskiptavini eindregið að koma við á þjónustustöðvum N1 á ferð sinni um landið í sumar, ná sér í Vegabréf, safna stimplum og fá skemmtilega glaðninga.


Vegabréfið í ár samanstendur af tíu stimplum en glaðningur er veittur í átta af þessum stimplum. Stimpill fæst í Vegabréfið í hvert sinn sem verslað er á þjónustustöðvum N1 en þegar búið er að safna öllum stimplunum er Vegabréfinu skilað inn og handhafi þess getur unnið glæsilega vinninga. Dregið verður úr fullstimpluðum Vegabréfum í lok sumars.


Stimplaðu þig inn í sumarið með N1!