31. ágúst 2011
Vegabréfaleikur N1 - Vinningshafi
Eva Hafrós Bóasdóttir 8 ára Reykjavíkurmær hafði heldur betur heppnina með sér þegar vegabréf hennar var dregið úr 26.000 vegabréfum sem skilað var inn í Vegabréfaleiknum. Aðalvinningurinn var að þessu sinni ferð fyrir fjölskylduna til Tenerife með VITA að andvirði 500.000 kr. Eva Hafrós var að vonum mjög ánægð með vinninginn. Eva Hafrós fór tvívegis hringinn í kringum landið í sumar með fjölskyldunni sinni og var því dugleg að koma við á N1 og láta stimpla í vegabréfið sitt.
Á myndinni má sjá Evu Hafrósu þegar hún fékk vinninginn sinn afhendan fyrr í dag. Fyrir aftan hana má sjá vegabréfin 26.000 sem fylla 4 olíutunnur og vel rúmlega það.