Vegabréfaleikur 2016

09. júní 2016

Vegabréfaleikur 2016

Í dag fór Vegabréfaleikur N1 af stað sem verið hefur hluti af ferðasumri Íslendinga svo árum skiptir. Friðrik Dór verður í aðalhlutverki vegabréfsins í ár og er þar sterk tenging við Evrópumótið í knattspyrnu sem fram fer í Frakklandi en N1 er jafnframt einn aðal bakhjarl karlalandsliðsins í knattspyrnu. Friðrik Dór mun leika á alls oddi með okkur í sumar og þ.m.t. spila á N1 mótinu á Akureyri fyrstu helgina í júlí.