Varist þessa síðu og þennan leik

15. ágúst 2014

Varist þessa síðu og þennan leik

Athugið! Við viljum biðja ykkur um að varast þessa síðu og þennan leik. Látið orðið berast.

Við höfum fengið ótal ábendingar frá árvökulum vinum okkar hér á Facebook að á www.n1leikur.net sé í gangi leikur sem hefur það að markmiði að gefa miða tónleika Justin Timberlake. Hér er um óprúttna aðila að ræða sem eru að nota vörumerki N1 í algjöru leyfisleysi til að safna kennitölum og öðrum persónuupplýsingum frá þátttakendum.