Upplýsingar varðandi sjálfskuldarábyrgð
Í samræmi við reglur Nasdaq Omx frá 1. desember 2009 er skylt að tilkynna samkvæmt ákvæðum 4.2. um öll þau atriði sem geta haft áhrif á verðmæti skuldabréfa.
N1 er greiðandi að skuldabréfaflokk ESSO 05 11.
Móðurfélag BNT hefur hafið vinnu við endurskipulagningu fjármála samstæðunar. Hluti af lánum eru komin á gjalddaga og hefur ekki verið greitt af þeim lánum á þessu ári, unnið er að endurfjármögnun. N1 ber sjálfskuldarábyrgð á hluta af skuldbindingum BNT í samræmi við skýringu 19 í ársreikningi 2009. N1 hefur einnig lagt fram veð í samræmi við lánasamninga frá 2007 fyrir hluta af skuldum BNT hf.
Búið er að ráða sérfræðinga til að vinna að endurskipulagningu og endurfjármögnun og hafa þeir þegar hafið störf. Hluti af þeirri vinnu er að reyna aflétta lagalegri óvissu um heildarskuldbindingar samstæðunnar.
Skuldabréf ESSO 05 11 eru í skilum og var síðast greitt af þeim í maí 2010.
N1 mun birta 6 mánaða uppgjör í viku 35.