Tók ranga beygju og gekk út með Play Station tölvu
Stundum er það jákvætt að taka vitlausa beygju, en það var allavega raunin fyrir hann Tind og mömmu hans um daginn þegar þau enduðu eftir vitlausa beygju á N1 stöðinni í Borgarnesi sem verður til þess að Tindur labbar út með Play Station 4 tölvu.
Tindur og Dýrleif, mamma hans, voru í ferðalagi um landið þegar þau taka óvart ranga beygju og enda þar með á Borgarnesi. Þau ákveða að fylla á matarbirgðir hjá okkur og réttir Tindur þá fram Vegabréfið sitt til þess að safna stimplum og fá stimpilgjöf. Það sem þau vissu ekki var að Friðrik Dór beið á bakvið eftir að geta glatt hressan Vegabréfshandhafa með glæsilegri Play Station tölvu.
Dýrleif segir að Tind hafi dreymt um að fá Play Station 4 tölvu og sé bæði búin að biðja um hana í afmælis- og jólagjöf og hafi síðan byrjað að safna fyrir henni sjálfur. Næstu tvær nætur í ferðalaginu voru Tindi því erfiðar þar sem hann beið spenntur eftir að komast heim og prufa tölvuna og svaf hann þá með tölvuna sér við hlið.
Hér má sjá myndband af því þegar Friðrik Dór hittir Tind