Þjónustustöð N1 að Lækjargötu opnar eftir breytingar

10. maí 2007

Þjónustustöð N1 að Lækjargötu opnar eftir breytingar

Í morgun opnaði þjónustustöð N1 að Lækjargötu í Hafnarfirði eftir gagngerar umbætur. Eftir breytingarnar er boðið uppá nýjungar eins og ís úr vél og ilmandi kaffi frá Kaffitári. Af þessu tilefni býður N1 fjölda góðra tilboða á þjónustustöðinni að Lækjargötu. Meðal annars er 50% afsláttur af ís úr vél og kaffi, 60% afsláttur af blandi í poka, 20% afsláttur af grillum og áhöldum og 20% afsláttur af leikföngum. Þessi tilboð gilda á Lækjargötu 10.- 13. maí.