Þjónusta Dropp nú einnig á landsbyggðinni

02. nóvember 2020

Þjónusta Dropp nú einnig á landsbyggðinni

N1 í samstarfi við Dropp býður uppá einfalda og þægilega leið á afhendingu vara samdægurs alla daga vikunnar í gegnum netverslanir ELKO, ASOS, Nespresso, Spilavini, Literal Streetart, Altis, Nordic Wasabi, Leanbody, KIMIKO, Nine Kids, Húrra Reykjavík o.fl.

Hægt er að nálgast vörurnar á völdum þjónustustöðvum N1 á höfuðborgarsvæðinu og nú einnig á landsbyggðinni. Á höfuðborgarsvæðinu er þjónusta Dropp í boði á Hringbraut, Ártúnshöfða, Bíldshöfða, Lækjargötu Hafnarfirði, Háholti Mosfellsbæ, Borgartúni, Fossvogi, Skógarseli, Stórahjalla, Ægisíðu og Gagnvegi. Á landsbyggðinni er þjónusta Dropp í boði í Hveragerði, Selfossi, Akranesi, Reykjanesbæ, Akureyri og Borgarnesi.

Viðskiptavinur sem pantar vöru frá ELKO  fyrir klukkan 13:00 á möguleika á því að fá vöruna afhenda á þjónustustöðvum N1 kl 17:00 sama dag. 

Dropp upplýsir um stöðu vörunnar með skilaboðum þegar vara leggur af stað á þjónustustöð N1 og þegar hún er tilbúin til afhendingar. Auðvelt og þægilegt !