21. júní 2017
Team Nesti
Í dag hefst WOW Cyclothon 2017 og sendir N1 flott lið og fulltrúa til keppninnar fyrir hönd fyrirtækisins. Liðið er nefnt eftir þjónustustöðvum okkar "Nesti" en svo skemmtilega vill til að keppnin hlykkist hringveginn meðfram þessum þjónustustöðvum um land allt og því fátt meira viðeigandi.
Liðið er skráð í B flokk þ.e.a.s. 10 manna lið - karla lið. Keppnin er kynjaskipt og þurfa amk þrjár konur að vera í liðinu til þess að teljast vera blandað lið en í ár eru 2 konur skráðar í Team Nesti.
Hægt er að fylgjast með liðinu á ýmsa vegu m.a. á Facebook síðu þess Team Nesti. Á snapchat undir team-nesti og á Instagram @n1teamnesti