Team N1 - WOW Cyclothon 2018

27. júní 2018

Team N1 - WOW Cyclothon 2018

Í dag miðvikudaginn 27. júní hefst liðakeppni WOW Cyclothon og mun okkar frábæra lið Team N1 leggja af stað kl. 19.

WOW Cyclothon er hjólreiðakeppni á Íslandi þar sem hjólað er með boðsveitarformi hringinn í kringum Ísland.
Keppnin í ár fer fram dagana 26.-30. júní. Í ár hjóla keppendur til styrktar Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Liðið er skráð í B flokk þ.e.a.s. 10 manna lið - karla lið. Keppnin er kynjaskipt og þurfa amk þrjár konur að vera í liðinu til þess að teljast vera blandað lið en í ár eru 2 konur skráðar í Team N1.

Hægt er að fylgjast með liðinu á ýmsa vegu m.a. á Facebook síðu þess Team N1 og á snapchat undir team-n1. Einnig má heita á og hvetja liðið hér.